Verkaskipting atvinnumanna í ránum

Ránið í úraverslun Michelsens er ekki það fyrsta sem verður í verslunum af þessu tagi. Athygli vekur að eigandinn býður nú eina milljón króna fyrir upplýsingar sem leiða til að skúrkarnir verði handteknir.

Viðbrögð á borð við þetta vekja athygli en það leiðir hugann að fyrirbyggjandi aðgerðum. Hvernig stendur þetta fyrirtæki að öryggismálum sínum? Hvers vegna er verslunin ekki með öryggismyndavél innan- og utandyra? Hvers vegna gera tryggingafélög ekki þá kröfu til verslana  og fyrirtækja sem eru með mjög dýra vöru að öryggismálin séu í lagi?

Hvernig standa önnur fyrirtæki að öryggismálum eða bíða þau líka aðgerðarlaus eftir ráni með milljón handbæra sem verðlaun fyrir veittar upplýsingar.

Fyrir nokkru upplýsti lögreglan um erlend glæpagengi sem hafa haslað sér völl hér á landi. Þau senda reglulega inn nokkra menn sem eiga að ræna verslanir. Þeir ráðast til atlögu, láta aðra fá þýfið og koma sér umsvifalaust úr landi. Þessi gengi byggja á sérhæfingu, einn hópur rænir, annar geymir þýfi, sá þriðji sér um að koma því úr landi og sá fjórði hefur umsjón með framkvæmdinni og leita að aðilum til að ræna.

Þetta eru atvinnumenn sem ganga hreint til verks. Þeir vita sem er að illa er staðið að öryggismálum í íslenskum verslunum og með verkaskiptingu er nær ómögulegt að ná til þeirra.

Hafi ránið í úraverslun Michelsen verið framið af svona gengi þá fóru ræningjarnir úr landi með síðdegisflugi til Evrópu. Nýr aðgerðarhópur kom líklega daginn eftir til landsins.


mbl.is Lögregla kannar fjölda ábendinga vegna myndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sá einhversstaðar viðtal við eigandann þar sem hann sagðist vera með myndavélar í versluninni og gengið frá dýrgripum í kössum úr hertu öryggisgleri, öll öryggismál  samkvæmt tilmælum tryggingafélaga.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband