Hrunaárgil, áin og nýja hraunið
16.10.2011 | 17:31
Hraunið sem féll ofan í Hrunárgil þegar gaus á Fimmvörðuhálsi breytti gilinu nokkuð. Hringrás náttúrunnar heldur þó áfram, snjór og jöklar á Hálsinum bráðna og vatnið fellur niður í gilið eins og það hefur gert í árhundruð eða jafnvel þúsund.
Smám saman mun vatn mylja niður hraunið og bera það fram á aura Hrunár, Tungnakvíslar og Krossár.
Á efstu myndinni sést þar sem hraunið féll ofan í gilið. Líklega milljónir rúmmetra af hrauni, gríðarlegt magn. Þarna sem áður var þverhnípt bjarg en er núna brekka, raunar frekar brött.
Næsta mynd er tekin nokkru neðar í gilinu. Þarna milli Hruna og Morinsheiðar hlykkjast Hrunárgilið og svart hraunið hefur myndað nýjan botn.
Ég mundaði aðdráttarlinsuna og reyndi að komast sem næst hrauninu. Þarna sést ein á og einn lækur sem þó fellur ofan í ánna. Fyrir alla muni smellið á myndirnar til að fá þær stærri.
Þarna er alveg stórkostlegt landslag. Gallinn er bara sá að grjót getur fellur úr bröttum veggjum gilsins og það getur auðvitað verið hættulegt fyrir göngumenn. Ekki að ástæðaulausu að svæði heitir Hrunar.
Mér finnst landslagið þarna alveg stórkostlega spennandi en hef þó allt of lítið gengið um Tungur og Hruna. Við félagar höfum lengi haft þá hugmynd að einhvers staðar sé fær gönguleið á Fimmvörðuháls austan við þá sem nú er farin. Höfum þó fátt fyrir okkur í því nema að forðum daga ku hafa verið oft farið yfir Hálsinn með sauðfé enda beitarland gott í Goðalandi, Tungum og Teigum. Engar heimildir eru þó um aðrar leiðir en þá sem nú er farin.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hafðu mikla þökk Sigurður fyrir þínar fæslur...
Vilhjálmur Stefánsson, 16.10.2011 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.