Nóv. 2024
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
Lennon fékk að spila með Ringo
15.10.2011 | 11:07
Nú skal ég ekki mótmæla því að John Lennon var merkur tónlistarmaður, enda hefði hann annars ekki fengið að spila með Ringo öll þessi ár, en á því hljóta þó að vera einhver takmörk hversu lengi ágæti hans getur haldið ekkju hans og tiltækjum hennar fréttnæmum.
Þetta er skemmtilegasta tilvitnun dagsins enda er frábærlega að orði komist af mörgum ástæðum sem ég ætla þó ekki að tíunda. Hún er úr grein eftir Ljósfælinn Reykvíking í Velvakanda Morgunblaðsins á bls. 35 í dag.
Og sá ljósfælni heldur áfram og er álíka háðskur og áður:
Ljósgeisli úr Viðey, til að fá menn til að hugleiða heimsfrið? Innst inni hljóta nú einhverjir að hafa fengið bakþanka um þessa hugmynd. Í alvöru talað, þá verður einhvern tíma að byrja að ræða hversu lengi þessu á að halda áfram. Dagur og Jón Gnarr eru einmitt réttu mennirnir til að standa fyrir þeirri umræðu. Alvörumenn á réttum stað. Gætum ekki haft borgina í betri höndum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 58
- Frá upphafi: 1644711
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 53
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Þvílíkt bull. Lennon var snillingurinn, Ringo "fékk" að teika hann og fleiri góða tónlistarmenn. Hugsið um það, þegar Ringo er allur, hvort eigum við eftir að muna eftir: Ringo eða Lennon.
Dexter Morgan, 15.10.2011 kl. 11:49
Held að þú hafir ekki fattað húmorinn, Dexter Morgan. Enda er hann lúmskur.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 15.10.2011 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.