IKEA misnotar jólin
15.10.2011 | 10:39
Hvar stendur skrifað að jólin séu í eigu IKEA? Hvaðan hefur þessi verslun leyfi sitt til að auglýsa jól um miðjan október?
Fávís og sjálfumglöð markaðsstjóri IKEA heldur því fram í Mogganum í morgun að viðskiptavinir séu farnir að kaupa jólaskrautið.
Ég trúi því ekki. Tilgangur IKEA er einfaldlega að selja, og nú mokar fyrirtækið jólunum ofan í viðskiptavini sína löngu fyrir tímann hvort sem þeir vilja eða ekki. Ítroðsla. Þetta fyrirtæki og mörg önnur eru búin að skrumskæla jólahátíðina og gera um leið lítið úr boðskap jólanna.
Ég hef ekki nokkra trú á því að almenningur hér á landi eða erlendis vilji þjófstarta jólunum. Enn síður er ég á þeirri skoðun að jólin séu nú orðin hátíð kaupmanna. Þeir hafa bara stolið þeim og flagga nú jólunum án boðskapsins, umbúðum án innihalds. Var einhver að tala um gullkálfinn ...?
Þetta er ástæðan fyrir því hversu leiður maður verður eftir því sem jólin nálgast. Hvert sem litið er kemur smettið á IKEA og öðrum leiðindafyritækjum sem gera lítið úr þeim sem ekki eru byrjaðir svokölluð jólainnkaup
Hvað eru jól án gjafa? Jú, ég fullyrði að þau eru innihald jólanna, ástæðan fyrir því að við höldum jól. Gjafir eru seinni tíma viðbót sem verslanir hafa gripið fegins hendi.
Að mínu mati á ekki að birtast ein einasta auglýsing frá verslunum um jól og jólagjafir fyrr en aðventan gengur í garð. En það er líklega til of mikils mælst, andi jólanna er löngu horfinn. Misnotkun jólanna tók við.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.