Arion banki braggast en heimilin tapa

Í fljótu bragði virðist það vera sterkur leikur bankamannsins að gagnrýna stjórnmálamenn fyrir einhvers konar vinsældarleiki, það hittir venjulega í mark. Þegar nánar er að gáð má í stórum dráttum segja að skoðun margra stjórnmálamanna endurspegli almenningsálitið að minnsta kosti þegar talað er um skuldastöðu heimilanna.

Hrunið og eftirköst þess hafa farið afskaplega illa með þúsundir heimila. Nánast hver einasti Íslendingur hefur annað hvort lent í vandamálum með heimili sitt og íbúð eða á nána vini eða samstarfsfélaga sem svo er ástatt um.

Í frétt í Morgunblaðinu í dag á bls. 22 er vitnað til orða stjórnarformanns Arion banka , Monicu Aneman, sem ritar grein í ársskýrslu Samtaka fjármálafyrirtækja. Í frétt Morgunblaðsins segir:

Hún bendir á að ríkið leiki stórt hlutverk á fjármálamarkaðnum sem eigandi tveggja af stærstu lánveitendunum á íbúðalánamarkaði, Íbúðalánasjóðs og Landsbankans, en þessar tvær stofnanir hafi tekið með ólíkum hætti á skuldavandanum. Í þessu ljósi kann gagnrýni stjórnmálamanna á bankana í sumum tilfellum að vera varhugaverð og hætta á því að skynsemi ráði ekki för í mótum starfsumhverfis fjármálafyrirtækja.

Að hluta er þetta rétt hjá stjórnarformanninum. Ríkisvaldið hefur tungur tvær og talar sitt með hvorri. Maður skyldi nú halda að eitthvert samræmi væri í aðgerðum Íbúðarlánasjóðs og Landsbankans hvað varðar íbúarlán. Ég hef þó meiri áhyggjur af umhverfi heimilanna í landinu og minnkandi eiginfjárstöðu almennings. Svo virðist sem fjármálastofnanirnar haldi alveg sínum hlut.

Gagnrýna má Arion banka sem og hina bankana fyrir að hafa dregið lappirnar vegna skuldavanda heimilanna. Jafnvel framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja hefur orðið ber að ósannindum.

Þjóðin bíður nú eftir aðgerðum fjármálastofnana vegna skuldavanda heimilanna. Í ljósi þess að bankarnir fengu upp undir helmings afslátt af þeim íbúarlánum sem yfirfærð voru frá gömglu bönkunum mætti búast við að almenningur fengi að njóta einhvers hluta af afslættinum. Nei, enn hefur varla neitt gerst nema það sem hæstaréttardómurinn um gengistryggðu lánin hefur haft í för með sér. 

Sæmd Monicu Caneman væri nú meiri ef hún myndi breyta stefnu Arion banka og veita sambærilegan afslátt af íbúðarlánum og bankinn fékk eftir hrunið. Það væri raunverulega sterkur leikur. Þarf að minna fólk á hver rekstrarhagnaður Arion banka var á síðasta ári?


mbl.is Greið leið til vinsælda að gagnrýna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Helgason

Innan við helmingur tekna bankans eru vaxtatekjur. Bankinn er í raun órekstarhæfur og því reynda er enginn vilji til að gera annað en nota bankann eins og Innheimtuþjónustu.

Heldur þú að það sé að ástæðulausu að það er ríkur vilji kröfuhafa til að sameina þennan banka við Íslandsbanka?

Jón Þór Helgason, 15.10.2011 kl. 10:08

2 Smámynd: Þorvaldur Svansson

Takk Sigurdur fyrir gott innleg ì thessa frètt.

Hverja hagsmuna er thessi monica ad verja?

Èg sem er ordinn 46 àra,sem à ekki neit,ùtaf hverju?Tvì èg turfti ad taka skuldabrèf teggar èg var 16 àra.Tà byrjar bankinn ad eiga mig.Èg ef altaf stadid ì skylum med mitt,og komid `mèr ì miklar

skuldir til ad borga bankanum,med tvì ad fara à milli banka og fà làn eda yfirdràtt eda kort.

Ì Julì 2007 kaupi èg 2.herb ì Mosfelssbæ ì blokk à gòdum stad.Èg er ì vdskiptum vid arion en teir vildu ekki làna,svo fòr èg til nb banka,og teir gàttu lànad mèr 90% ì tessu.Ok,ìbudin kostar 14,9m og èg fæ 2 làn frà nb,anad upp à ca 12,7 og hitt upp à ca 1,2,og hitt er à yfirdràtt eda visa,sem èg vissi ekki ad gætu verid fràdràtt frà skatt.Og svo fìnanskreppa.Annad lànid fer til Ìbudal og hitt til arion,eda DRÒMA.Tetta minna,svo ad èg sòtti um ad mìn làn færu ì endurskodun Hjà arion,og tessi hrafnhìldur var ekki eins og èg vonadi.M\er er hafnad um nidurfellingu,tvì tat er 16% ì Mìnum Tèkjum.Mitt ìbudalàn stendur nu ì ca 19m,Èg sòtti um à sìdustu stundu,ì Juli 2011,til Ìbudal og umbodsmS,og èg stopadi ad borga ì àgùst,og veit ekki hvad mun ske.

En èg misti vinnu ì Okt 2008,og var ATVINNULAUS ì àtta mànudi,teirr verstu à Ìslandi

sem èg ef hugsad,og èg sòtti um vinnu à internetinu til aldra sem auglìstu,og mikid til Noregs en fèkk alltaf nei,En nù er èg ì Noregi

og tad er gott ad hafa vinnu.

En tad er rosalega d`yrd ad vera ì Noregi,

Mjòlk kostar 300krliter

En svo fèkk èg nòg ì mai 2011,teggar èg sòtti um

nidurfellingu ì 110%,frà dròma ì gegnum arion,sem innheimta fyrir thessa gegjudu starfsmenn,Ari b einarson heitir einn,og hinn vitlisingurinn er Pàl àrnason,og starfsmadur hjà arion var Hrafnhildur Arnadòttir.Jà èg à mikid nùna,og tad er mìn kona frà Thail,og mìnir 2 yndislegu stràkar,Tòmas 3,5 àra og Alex 5màn.

En mèr er hafnad,um ad nokkur skal tala vid mig meir um mìn làn,og èg hef E-post frà tvì.

Þorvaldur Svansson, 15.10.2011 kl. 21:25

3 Smámynd: Þorvaldur Svansson

Det er ekki OK,hvad skal èg gera.Ok èg er 46 à ra og à vid Alkahol ad strìda.Tad sem getur bjargad er bankareikningur 0315266506.Takk love Torri.

Þorvaldur Svansson, 15.10.2011 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband