Rugliđ og bulliđ í Jóni Bjarnasyni
14.10.2011 | 13:21
Hinn geđugi sjávarútvegs- og landbúnađarráđherra er mikiđ ólíkindartól. Stundum virđist hann stađfastur, oft er hann vingull og ţá kemur fyrir ađ hann hreinlega bullar. Ég biđ lesendur mína afsökunar á persónulegum ávirđingum á annars ágćtan mann. Ég get bara ekki setiđ á mér eftir ađ hafa lesiđ rćđuna sem hann flutti á ađalfundi Landssambandi smábátaeigenda.
Jón Bjarnason segir til dćmis´
Íslenskur sjávarútvegur er ekki bara grundvöllur hagsćldar okkar í landinu, hann er einnig prófsteinn á samspil manns og náttúru og samspil ţjóđar og landsins sem hún, ţessi okkar ţjóđ, hefur ađ láni.
Og ţrátt fyrir ţessi orđ hefur hann lagt fram á Alţingi frumvarp til laga um fiskveiđar sem vegur ađ verđmćtasköpun sjávarútvegsins og allir, hver einasti mađur og samtök í bransanum, leggjast á móti. Og í ţokkabót fer hann međ rangt mál, lýgur blákalt er hann segir:
Frjálshyggjan, markađshyggjan, 20. aldar trúin á mammon og mammon einan hafa öll hamrađ á sömu stefnu í málefnum atvinnuveganna, stefna sem er í reynd laissez faire stefna ţegar kemur ađ hinum óhefta framgangi fjármagnsins. Ađ ţjóđin sjálf, byggđir hennar og stjórnkerfi skuli halda sig fjarri og ekki leggja á atvinnuvegina neinar ţćr hömlur og stýringu sem skerđa frelsi ţeirra til ađ skapa sem mest verđmćti, mesta peninga.
Ţarna misstígur Jón sig illilega, hefur líklega átt viđ kommúnismann. Ţađ hefur aldrei falist í frjálshyggjunni ađ ţjóđin skuli vera í öđru sćti og ţađ veit Jón mćtavel. Hins vegar má sjá af umsögnun um hiđ makalausa fiskveiđifrumvarp hans ađ hömlur og stýringar sem í ţví felast verđa ađ allra mati til ţess ađ blómlegur rekstur mun skerđast og, byggđir og ađrir atvinnuvegir muna bera skarđan hlut frá borđi, verđi ţađ ađ lögum.
Og Jón heldur áfram ábyrgđarlausu mali sínu:
Hér gildir hiđ fornkveđna ađ ekkert er nýtt undir sólinni. Viđ höfum fyrr heyrt ţann bođskap ađ ţjóđinni sé hollast og best ađ ráđa sem minnstu og láta hinn alvitra markađ um ađ ávaxta sitt pund.
Hvađan Jón hefur ţessa vitleysu er óskiljanlegt. Hins vegar eru Vinstri grćnir ţekktir fyrir allt annađ en málefnalega umfjöllun og kunna manna best ađ reyna ađ hnika til stađreyndum međ hálfsannleika
Stefnuleysi og rugl sjávarútvegs- og landbúnađarráđherrans er ţjóđinni til vansa. Viđ ţurfum síst af öllu einhvern ráđherra sem hefur ţađ eitt ađ markmiđi ađ breyta breytinganna vegna. Glýjan í augum mannsins stafar líklega af ţví ađ sjávarútvegurinn kann nú orđiđ ađ ávaxta sitt pund. Ţađ vill hann koma í veg fyrir og er ţannig trúr sínu sósíalístíska uppeldi.
Markađslögmál fá ekki alfariđ ađ stýra sjávarútvegi | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála ţessu hjá ţér.
Jón er ađ klúđra eina tćkifćrinu okkar til ţess ađ koma á réttlátu kvótakerfi.
Sleggjan og Hvellurinn, 14.10.2011 kl. 15:41
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.