Ríkisstjórnin er sálfræðilegt og pólitískt vandamál

Ef til vill er þetta aðeins rétt hjá Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstri grænna og fjármálaráðherra að fjórðungur vandamála Íslands sé efnahagslegur. Líklegast er að hlutfallið sé í beinum tengslum við fylgi ríkisstjórnarinnar. 

Vandi Íslands er stjórnleysi, skortur á stefnumótun. Steingrímur og aðrir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar hreykja sér af árangri í ríkisfjármálum. Þar er hann og fylgismennirnir á villigötum. Allar ríkisstjórnir hefðu talið það meginmarkmið sitt að draga úr útgjöldum og auka tekjur og koma málum því sem næst þannig að helst væri ekki tap á rekstri ríkissjóðs. Um það er enginn ágreiningur og skiptir engu hvaða flokkar hefðu valist í ríkisstjórn. 

Sálfræðilega vandamálið að er sú staðreynd að núverandi ríkisstjórn skattleggur þjóð og atvinnulíf til að halda ríkissjóði á gangandi. Svo má rýja sauðina að úr blæði en það er aldrei farsælt fyrir búskapinn.

Pólitískt stefnuleysi ríkisstjórnarinnar veldur þjóðinni umtalsverðum vanda. Atvinnulífið kemst ekki af stað vegna skorts á fjármagni, ríkisstjórnin ætlar að skerða svo umhverfi sjávarútvegs að stórtap verður á, stóriðja er ekki velkomin, hugsanlegar erlendar fjárfestingar flækjast í löngum leiðslum innanríkisráðuneytisins.

Svo virðist sem fjármálaráðherra gleymi í fögnuði sínum 12000 Íslendingum sem hafa aðeins atvinnuleysisbætur sér til framfærslu, hann gleymir þeim þúsundum Íslendinga sem hafa flúið land og eru nú komin í starf í útlöndum og greiða þar skatta og skyldur. Hann gleymir þeim Íslendingum sem hafa ekki rétt á  atvinnuleysisbótum. Hann lítur framhjá skuldastöðu heimilanna og skilur ekkert í því að ástandið skuli hafa einhver sálfræðileg áhrif á þá sem tapað hafa eignum sínum til fjármálastofnana undanfarin ár. Ugglaust má fjármálaráðherran gleðjast yfir velgengni banka og álíka stofnana sem fitna eins og púkinn á fjósbitanum forðum daga.

Fjármálaráðherra talar um sálfræðilegan og pólitískan vanda. Að mínu mati og þúsunda annarra er vandinn sjálf ríkisstjórnin sem virðist ekkert geta gert fyrir þjóðina annað en að sópa gólf og vaska upp. Það geta svo sem allir gert.


mbl.is Vandi Íslands sálfræðilegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband