Sumir týndast og ađrir finnast

Ekki rata allir leiđangrar björgunarsveita í fjölmiđla - sem betur fer. Ekki heldur er opinberlega sagt frá ţví er almenningur á ferđ eđa fólk á vegum ferđafélaga ađstođa og hreinlega bjarga útlendum ferđamönnum úr háska.

Um daginn dvaldi ég nokkra daga í skála Útivistar á Fimmvörđuhálsi. Ţar er talstöđ og ég fylgdist allan tíman međ samskiptum milli skálavarđa Ferđafélags Íslands á Laugaveginum svokallađa. Oftar en ekki voru fyrirspurnir á milli ţeirra um tiltekna ferđamenn, hvort ţeir hefđu skilađ sér ađ hvort einhver vissi af hinum eđa ţessum göngumanni.

Stađreyndin er einfaldlega sú ađ tölur frá björgunarsveitum segja ekki alla söguna.

Fyrir nokkrum dögum var ég á Fimmvörđuhálsi og hitti síđla dags tvo illa búna finnska ferđamenn efst á Hálsinum. Hann var í íţróttabuxum úr bómull, strigaskóm sem komiđ var gat á og jakka sem varla var nokkurt skjól af. Hún var álíka klćdd, bćđi matarlítil og vatnslaus. Ţetta var í 1100 m hćđ og hitinn í sólinni var um ţađ bil fjórar gráđur. Ég var á ferđ međ tveimur göngumönnum og gat leyft Finnunum ađ sitja bílnum í frá Fúkka og niđur ađ Skógum ţar sem ţeir voru međ bíl. Ţangađ vorum viđ komin í rökkri og hitastigiđ hafđi lćkkađ nćrri ţví niđur í frostmark. 

Í loka ágúst lentu skálaverđir í Básum og sá sem var á Fimmvörđuhálsi í ţví ađ leita ađ ferđamanni sem ekki hafđi skilađ sér. Sá fannst eftir langa leit um miđja nótt. Ţađ sem meiru skipti var ađ annar ferđamađur fannst og enginn hafđi saknađ hans. Sá var í slćmu standi og talsvert fyrir utan gönguleiđ. Hann hafđi einfaldlega gefist upp, var kaldur og blautur, hćttur göngu, lá í hnipri á víđavangi og bara beiđ eftir endalokunum.

Stađreyndin er einfaldlega sú ađ ferđamenn ţekkja ekki allir ađstćđur. Ţetta á jafnt viđ Íslendinga og útlendinga. Eftir ţví sem ferđamönnum fjölgar mun slysum og óhöppum einnig fjölga. Ţetta er óhjákvćmilegt.

Hvađ er ţá til ráđa? Tvennt skiptir mestu. Viđ ţurfum í fyrsta laga ađ stuđla ađ ţví ađ björgunarsveitir landsins geti haldiđ áfram ađ eflast. Ţau verđi ađ eiga kost á ţví ađ kaupa tćki og tól sem geri vinnu ţeirra auđveldari og hnitmiđađri. Hitt skiptir ekki minna máli ađ stórauka áróđur og kynningu á náttúru og öllum ađstćđum á fjöllum. 


mbl.is Tugir útkalla vegna ferđamanna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband