Vinstri grænir bjúrókratar verjast fjárfestum

Stjórnvöld geta það sem fáir aðrir eiga kost á en það er að tefja mál. Til viðbótar er hægt að drepa mál með leiðindum einum saman.

Komið hefur fram að fjöldi útlendinga eiga jarðir hér á landi. Fáir amast við því nema hugsanlega nokkrir Vinstri grænnir.

Fyrirhuguð fjárfesting kínversks fjáfestis upp á 12 milljarða króna kemur ekki að láni frá íslenskum lífeyrissjóðum, hún kemur í beinhörðum gjaldeyri. Með hvaða rökum er hægt að fullyrða að fjárfestingar eigi að mismuna eftir þjóðerni fjárfesta?

Nú höfum við því miður fólk í ráðherrastöðum sem telja sér allt heimilt. Þannig hafa hlutir æxlast að póitískt séð eru Vinstri grænnir í þeirri stöðu að hindra allt sem til uppbyggingar getur verið hér á landi. Samstarfsflokkurinn er engu skárri. Saman vilja þeir vera á móti öllu því sem kínverskt er. Ríkisstjórnin neitar að taka á móti heimsóknum kínverskra ráðamanna og fjárfestingar þeirra koma ekki til greina.

Ríkisstjórnin minnir mig á manninn sem talaði sér til hita og loks sagði hann: Það er tvennt sem ég er algjörlega á móti. Í fyrsta lagi sætti ég mig aldrei við kynþáttafordóma og í öðru lagi er ég á mót svertingjum ... 


mbl.is Vilja upplýsingar um eiganda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband