Við þurfum trúverðuga stjórnmálamenn
10.10.2011 | 16:12
Niðurstöður skoðanakannana um störf Besta flokksins minnir mig alltaf á ævintýri, fallegt og snoturt ævintýri H. C. Andersen ... Nýju fötin keisarans. Og enn bíð ég eftir því að borgarbúar átti sig allir sem eitt á því að ekkert er að gerast í borgarmálunum undir stjórn Jóns þess sem nefnir sig Gnarr.
Ef til vill er að ásættanlegt miðað við aðstæður að 24% séu ánægð með störf hans og flokkurinn fengi fjóra borgarfulltrúa væri kosið núna.
Þá er ekki úr vegi að skoða þessar margumræddu aðstæður. Líklega er það svo að mjög margir eru svo óánægðir með störf stjórnmálaflokkanna að þeir eru tilbúnir til að kasta atkvæði sínu á glæ, kjósa fólkið sem ekkert þekkir til og hefur enga reynslu frekar en að taka annan sjéns með aðra.
Auðvitað kemur að því að fólk átti sig á því rugli sem Besti flokkurinn stendur fyrir og skemmdum sem unnar hafa verið á borginni undir stjórn þessa fólks. En það gerist ekki nema aðrir stjórnmálaflokkar eða nýjar hreyfingar taki sér tak og byggi upp málefnastöðu og bjóði upp á fólk sem nýtur almenns trausts. Ekki er nóg að benda á hörmulega stjórnsýslu Gnarrsins og þeirra sem honum fylgja. Hinir flokkarnir verða að sýna svo ekki verði um villst að þeir geti gert betur.
Þetta kostar hins vegar mikla vinnu fyrir þá sem vilja láta taka sig alvarlega í stjórnmálum og þeir verða að hafa einhvern sannverðugan bakgrunn. Á meðan mun fjölmiðlafulltrúi borgarinnar verða áfram í embætti borgarstjóra og þeir sem stjórna borginni verða ekki kjörnir fulltrúar heldur ýmsir embættismenn.
Dregur úr ánægju með Jón Gnarr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tel þetta vera dýrkeyptan leikaraskap og kominn tími á breytingar
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.10.2011 kl. 20:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.