Sorg hans var næstum áþreifanleg

Hún fékk mig til að hugsa, greinin í Morgunblaðinu í dag. Hún nefnist „Brákaður reyr“ og er eftir Ernu Arngrímsdóttur, sagnfræðing. Hógvær og stutt grein um geðsjúkdóm, lítil saga sem skilur mann eftir með sorg í hjarta. 

Hann mætti eins og klukka á mánudagsmorguninn og enn var hyldjúp sorg hans næstum áþreifanleg þegar hann kvaddi okkur.

Svo kom frétt, manns væri leitað, og síðar, miklu síðar, andlátstilkynning og minningargrein. Maðurinn sem var angistin uppmáluð hafði náð bata og nýsamþykkt lög kváðu á um að öryrkjar gengju fyrir í vinnu hjá því opinbera. Hann sótti víða um vinnu, fékk alls staðar höfnun. Hann eygði enga von. Þegar ég sá hann var komið að leiðarlokum.

Ég hef oft reynt að ímynda mér þær klukkustundir sem hann átti ólifaðar. 

Maðurinn var nýútskrifaður af Kleppi en kom alls staðar að lokuðum dyrum er hann gekk aftur út í lífið og hugðist reyna að standa sig.

Atvinnuleysi er ljótur blettur á þjóðfélagi okkar, mannskemmandi og hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir alla sem það reyna.

Enginn atvinnulaus heldur heilbrigði sínu til lengdar. Þess vegna þarf þjóðin að taka á þessu böli og ekki síður hugsa sinn gang gagnvart geðsjúkdómum. Fordómarnir eru miklir og þess vegna þurfum við að læra, hrista þá af okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur ertu Sigurður!

Jóhanna gæti með einu pennastriki leyft frjálsar handfæraveiðar, það leysti byggða, fátæktar og atvinnuvanda

Íslendinga.

Aðalsteinn Agnarsson, 10.10.2011 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband