Heimskulegt viðmið vegna samgöngubóta
8.10.2011 | 10:16
Afskaplega þykir mér sú skoðun vitlaus að samgöngubætur eigi að fara eftir íbúafjölda í því byggðarlagi sem næst liggur. Stundum rökstyðja menn þessa skoðun með því að deila fjölda íbúa í kostnaðinn vegna framkvæmdarinnar og fá út hlægilega háar fjárhæðir á hvert nef. Og þar með eru komin rök gegn framkvæmdinni.
Hver á þá hin raunverulega viðmiðun að vera við mat á framkvæmdum. Ég held því blákalt fram að ef við þurfum að blanda saman samgöngubótum við einhvern íbúafjölda þá skulum við nota 330.000 manns, það er alla þjóðin. Ástæðan er einfaldlega sú að í strjálbýlu landi verður ella stöðnun.
Hjálmtýr Guðmundsson ritar grein í Morgunblaðið vegna greinar sem Róbert Guðfinnsson skrifaði í sama blað fyrir nokkrum dögum og ég hef þegar gert að umtalsefni. Hjálmtýr segir um framkvæmdi í og við Siglufjörð:
Snjóflóðavarnir kostuðu 2 milljarða sem gerir 4 milljónir á íbúð og Héðinsfjarðargöngin kostuðu 14 milljarða eða 28 milljónir á hverja íbúð, samtals 32 milljón króna fjárfesting á hverja íbúð sem er metin á 7,2 milljónir.
Mælikvarðinn sem Hjálmtýr notar er ekki aðeins fráleitur og út úr öllu samhengi. Ástæðan er einfaldlega sú að við sem þjóð reynum fyrst og fremst að tryggja öryggi almennings vegna náttúruógna, hvar sem það býr.
Ef samanburður Hjálmtýs ætti að vera regla þá væri hvergi um neinar samgöngubætur á landsbyggðinni. Vegir væru til dæmis enn með óbundnu slitlagi, hvergi væru jarðgöng, flugvellir væru malarvellir og útvarpssendingar myndu aðeins nást á langbylgju eða miðbylgju og ljósleiðarar hefðu aldrei ekki lagðir.
Er þetta sú framtíð sem Hjálmtýr, skattborgari, vill bjóða landsmönnum?
Mér skiptir svo sem engu máli hvert svarið er. Hitt er mér mikið kappsmál að þjóðin noti sameiginlega sjóði til að byggja upp landið sem eina heild.
Og þessi viðmiðun við íbúafjölda á bara ekki við. Er það til dæmis aðeins íbúum Austur-Skaftafellssýslu til hagsbóta að göng séu undir Almannaskarð? Eru fyrirhugðu Vaðlaheiðagöngu aðeins fyrir íbúa á Norð-austur horninu. Er Vatnaleiðin yfir Snæfellsnes bara fyrir Hólmara? Er brúin yfir Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi bara fyrir Ísfirðinga. Mér þætti gaman að sá rökin fyrir þessu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Var ekki sagt að mestar útflutningstekjur verði til á landsbyggðinni og mestur kostnaður sé á höfuðborgarsvæðinu?
Norðmenn lækka skatta á fólk sem býr nyrst í landinu, þar sem það er viðurkennd staðreynt að það er dýrara og erfiðara að draga fram lífið þar.
Teitur Haraldsson, 8.10.2011 kl. 11:06
Við erum jú, ein þjóð í einu landi, orð í tíma töluð
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.10.2011 kl. 11:42
Þetta er mikið rétt, Sammála þér Sigurður, og ykkur hinum.
Eyjólfur G Svavarsson, 8.10.2011 kl. 16:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.