Fimmvörðuháls áður en landið brann ...

Gosstaður3Á þessu korti frá Landmælingum sjást gosstöðvarnar á Fimmvörðuhálsi, nákvæmlega staðsettar. Og þarna er líka merkt gönguleið yfir Hálsinn. Ég hef merkt með bláum lit gönguleiðina eins og hún var áður en Goðahraun rann.

Þarna var áður slétt land, hallaði nokkuð til austurs og nokkru vestar hallaði í þá átt, þó aðeins minna.

Mér fannst alltaf að leiðin frá Miðhnúk, en undir honum austanverðum liggur gönguleiðin (ekki merktur á kortinu) og að Bröttufannarfelli vera nokkurs konar biðstaða. Fátt sást merkilegt og venulega beið maður spenntir eftir því að komast upp á Bröttufannarfellið og njóta útsýnisins til norðurs.

En hvar gaus nákvæmlega? Hér hef verið að grúska í gömlu myndunum mínum, aðeins þeim sem ég á á tölvutæku. Gamla digital myndavélin mín var léleg og sama er að segja um skönnuðu myndirnar mínar, þær eru ekki nógu góðar.

000107 008 - Version 2

Hérna er svo eiginlega skársta myndin af þessu svæði sem ég hef fundið í fórum mínum. Hún er samansett úr tveimur myndum sem ég tók 7. janúar 2000. Við félagarnir vorum á leiðinni yfir Fimmvörðuháls, höfðum gist í Fimmvörðuskála Útivistar. Rísandi skammdegissólin varpar geislum sínum á snjóinn.

Lengst til vinstri má greina gönguleiðina en hún er við bláu línuna. Við gengu aðra leið, fórum vestan við Miðhnúk sem er á miðri myndinni. Höfum líklega gengið nákvæmlega yfir þann stað sem eldgosið brast uppp úr rúmum tíu árum síðar. Blá örin bendir á þann stað sem landið brast og eldur logaði 20. mars 2010.

DSC_0213 - Version 3

Til samanburðar er svo mynd sem ég tók í lok ágúst á þessu ári. Hún er tekin nokkurn veginn á sama stað, ef til vill aðeins ofar og nokkrum metrum fjær.

Hvorug myndin er þó tekin við gönguleiðina en þó nálægt henni.

Næsta mynd er tekin í Jónsmessuferð Útivistar 2001 við stikuna í sunnanverðu Bröttufannarfelli og sér yfir það svæði sem Goðahraun þekur núna.

Í fjarlægð má sjá láréttan, svartan gíg (gula stikan bendir á hann) en núna liggur hraunið alveg að honum. Frá þeim stað sem myndin var tekin er í dag ekki hægt að sjá gíginn, hraunið byrgir sýn.

P0002020 - Version 2Næsta mynd, sú næst neðsta, er tekin í sömu ferð og er á miðri leið yfir það svæði sem Goðahraun þekur núna. Gönguleiðin frá gamla gígnum er mjög greinilega í snjónum.

Aðstæðurnar í dag má greinilega sjá á þriðju neðstu myndinni. Miðhnúkur sést mjög vel á öllum myndunum og auðveldlega má ráða í önnur fell.

Neðsta myndi er tekin við hinn áðurnefnda gamla gíg og er nú horft til norðurs að Bröttufannafelli. Stikurnar liggja að gígnum, yfir hann og upp á Bröttufannarfell sem þarna sést í fjarska.

 

036

 

 

 

 

 

 

DSC_0834 - Version 2

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband