Forsætisráðherra hefur lofað 38.300 nýjum störfum

Leiðari Morgunblaðsins í morgun, miðvikudag, var góður. Höfundur fjallar um stefnuræðu forsætisráðherra. Hann segir: 

En Jóhanna og ræðusnilld hafa ekki beinlínis verið samvaxnir tvíburar gegnum tíðina og er þá ekki sanngjarnt að gera upp á milli efnis og flutnings. Það þurfti því nokkurn sjálfsaga og fórnarlund hjá áhorfanda að hlusta um stund, jafnvel þótt það væri aðeins gert með öðru eyranu. Allt sem heyrðist var óþægilega fyrirsjánlegt. Ekki er lengur lagt í að minnast á „skjaldborgina“ og „norrænu velferðarstjórnina“, enda er hætt við því að hvorki sjálfsagi né fórnarlund hefðu þá dugað til.

Í lok forystugreinarinnar er fjallað um þau loforð sem forsætisráðherra hefur gefið fyrir hönd ríkisstjórnarinnar um fjölgun starfa í þjóðfélaginu. Jóhanna lofaði:

  • 4.000 störfum í mars 2009
  • 6.000 störfum í apríl 2009
  • 3.000 til 5.000 störfum í október 2010
  • 2.300 störfum í mars 2011
  • 7.000 störfum í september 2011
  • 14.000 störfum í október 2011

Samtals eru þetta orðin 36.300 til 38.300 ný störf, segir leiðarahöfundur.

Mogginn dregur forsætisráðherra sundur og saman í háði vegna þess að ríkisstjórnin stendur sig ekki.

Forsætisráðherra hefur komist upp með að blaðra án nokkurrar ábyrgðar, fullyrðir að svo margt sé „í pípunum“ en efndir eru engar. Sama er með fjármálaráðherra, hann heldur því fram að allt sé nú á góðum vegi, lofar hagvexti, lágri verðbólgu og svo framvegis. Ekkert hefur staðist.

Allt er þetta skrök og tilbúningur. Svo er þetta lið hissa á því að þjóðin sé búin að fá nóg af þessari vanhæfu ríkisstjórn sem fer með rangt mál og lofar upp í ermina á sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband