Besti sjónvarpsþátturinn

Ég hef sagt það áður og segi það enn: Gunnar á Völlunum er eitt það skemmtilegasta sem komið hefur fram í fjölmiðlum á síðustu árum. 

Gunnar þessi er einstaklega húmorískur, gerir lítið úr sjálfum sér og við liggur að hann geri lítið úr okkur stuðningsmönnum liðanna.

„Dómari ...!!!!“, hrópar hann og svo ekki meir. „Fjölmiðill ...“, og maðurinn veður inn á leikvanganna og sest hjá áhorfendum og styður liðin sitt á hvað. „Skrif'etta hjá stjórninni“, „skrif'etta hjá Kjernested ...“. Gunnar kemst upp með allt og hans dýrasta ósk er að drekka kaffi og borða á kostnað fóboltafélaganna. Svo fór hann í sturtu og heita pottinn hjá KR ...

Grindvíkingar hefðu átt skilið að falla því þeir höfðu engan húmor fyrir Gunnari á Völlunum heldur ráku hann í burtu fyrir drykkjuskap. Að vísu gekk Gunnar heldur langt þarna, óð um völlinn með hvítvínsglas í hendi.

Gunnar er skemmtilegur, hann er fyndinn og léttur í lund. Myndatakan er einstaklega góð og tökumaður gleymir sér aldrei, miðpunkturinn er Gunnar. Klippingin er hröð og viðheldur athygli áhorfandans.

Bestu þakkir fyrir skemmtunina. 


mbl.is Gunnar gerir upp knattspyrnusumarið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband