Fræðilegur línudans sem eyðileggur umræðuna

Við megum alls ekki gerast svo kröfuhörð að hugtakið detti úr notkun vegna þess að því fylgi svo mikill fræðilegur línudans að enginn þori að nota það af ótta við að verða sér til skammar. Nei, smáatriðin eru aðeins fyrir nördin. Hinir geta haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Ein af þeim bloggsíðum sem ég les mér til ánægju, fræðslu og upplýsinga er Hungurdiskar (http://trj.blog.is) og er höfundurinn er Trausti Jónsson, veðurfræðingur, afskaplega ritfær maður.

Nærri má geta að pistlar Traust fjalla eingöngu um veðurfræði og það verður ekki af honum skafið að hann reynir að skýra hin ýmsu veðurfyrirbrigði út fyrir lesendum sínum. Það er því ekki honum að kenna þó maður skilji nú ekki allt þrátt fyrir prýðileg framsetningu.

Tilvitnunin hér að ofan er fengin úr pistli dagsins hjá Trausta. Hann er að skýra út hugtakið hnúkaþeyr eða hnjúkaþeyr, líklega er það smekksatriði hvernig menn vilja rit orðið. Og það sem mér kemur á óvart er að hnúkaþeyr er ekki eins algengur eins og menn halda. Fyrirbrigðið er víst flóknara en svo. Það er þó aukaatriði.

Trausti góður fræðimaður og ritar af miklilli þekkingu en ekki síður frjálslyndi og í niðurlagi pistilsins fjallar hann um kröfuhörkuna í umræðunni. Það varð mér til mikillar umhugsunar.

Hér er komið að máli sem skiptir gríðarlega miklu og það er kröfuharkan um nákvæmni í umræðum, til dæmis um stjórnmál. Ég held að það sé nákvæmlega þetta sem háir stjórnmálalegri umræðu.

Menn mega einfaldleg ekki hafa skoðun á til dæmis verðtryggðum íbúðalánum því þá koma fræðingarnir, oftast á vegum fjármálafyrirtækjanna, og hengja mann í smáatriðunum. Um leið týnist aðalatriði málsins. Til dæmis sú einfalda staðreynd að eftir hrunið var öll verðtryggingin sett á ábyrgð lántakenda og fjármögnunarfyrirtækin stórgræddu, tóku enga ábyrgð.

Í umræðunni um smáatriðin gleymdist sú einfalda staðreynd að eigið fé heimilanna brann upp, bankarnir hirtu það. Af hverju? Af því að þeir gátu það, segja þau rétt eins og útrásarvíkingarnir sögðu fyrir hrun.

Og svo halda fjármálafyrirtækin áfram eins og ekkert hafi í skorist en almenningur stendur eftir með sárt ennið (og líklega afturhlutann) vegna þess að fólk var að tala um aðalatriði málsins, ekki smáatriðin. Og hvert er aðalatriði þessa máls? Jú, eignir fólks hurfu ...

Svona er umræðan líka hjá þeirri velferðarstjórn sem nú segist vera að stýra landinu út úr kreppunni. Hún neitar að horfa á stóru málin, atvinnuleysið, fjármagnsskort fyrirtækja og veltuminnkun í þjóðfélaginu. Þess í stað er einblínt á debet og kredit í ríkisreikningnum ... Þvílík pólitík sem það nú er þegar þjóðinni blæðir. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband