iPhone síminn er frábært tæki

DSC00020

Allt frá því fyrsti iPhone síminn kom á markaðinn hef ég haft hug á því að fá mér einn slíkan. Það gerðist þó ekki strax. Bæði var að einhver spakur maður fullyrt að aldrei ætti að kaupa fyrstu útgáfu af neinu tæki. Þau ættu eftir að þróast og breytast. Svo skipti líka máli að annar vinur minn, Steve Jobs, forstjóri Apple, ákvað að iPhone síminn skyldi aðeins seldur í tengslum við áskrift ákveðinna símafyrirtækja. Þetta var léleg ákvörðun og vini mínum til mikils vansa.

Hér á landi var lengi vel ekki hægt að kaupa iPhone nema á svörtum markaði, læstan og hakkaðan. Það var ómögulegt að mínu mati. Svo sá Steve Jobs að sér, vegna þrábeiðni vina sinna, og ákvað að setja ólæstan iPhone síma á markað. En gallinn á gjöf Njarðar var að hann varð hrikalega dýr. Mér fannst mikið að kaupa síma á 35.000 krónur eða þar um kring og flögraði því ekki að mér að kaupa iPhone á 150.000 kall.

Þetta gerði mig óánægðan í langan tíma og spilltist nú vinátta okkar Steve Jobes. Svo gerist það í sumar að hann lækkaði verðið á iPhone4 vegna þess að iPhone5 er á leiðinni. Ég lét því drauminn rætast og keypti mér þennan langþráða síma. 

En þvílíkur sími sem iPhone4 er. Hann er meiriháttar tæki og afskaplega auðvelt í notkun. Hann nýtist ekki aðeins til að hringja og senda sms skilaboð. Maður fær tölvupóstinn sinn með skilum, sendir tölvupóst, vafrar á netinu, skráir skorið í golfinu, fær nákvæmar upplýsingar um staðsetningu í gegnum gps forrit, hann nýtist í hlaupum og myndavélin er frábær. 

Þennan síma ætla ég að eiga í mörg ár - nema því aðeins að maður kaupi sér iPhone5 á næsta ári ... ég meina ef hann verður á góðu verði. Svona er maður vitlaus, lætur tæknina hlaupa með sig í fjárhagslegar gönur ... Svo þarf ég endilega iPad ... Hvar endar þetta? 

Myndin er af undirrituðum með fyrsta iPhone símann, myndin er tekin 6. júlí 2007.


mbl.is Apple býður til iPhone-fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband