Hvađ segir Alţjóđa gjaldeyrissjóđurinn um ţetta?
30.8.2011 | 09:21
Ekki er beinlínis allt í sóma hér á landi ţótt Alţjóđa gjaldeyrissjóđurinn hafi lýst yfir ánćgju sinni međ árangri ríkisstjórnarinnar og ţar međ hćtt eftirliti sínu. Ţetta verđur Helga Magnússyni, formanni samtaka iđnađarins, dálítiđ umhugsunarefni og í grein á bls. 17 í Morgunblađinu í dag, ţriđjudag.
Helgi er á ţeirri skođun ađ hagvaxtarleiđin leggi grunn ađ góđum kjörum fólks. Ríkisstjórnin virđist ekki vera á sömu skođun.
Hann telur upp átján atriđi sem velferđarstjórnin hefur annađ hvort ekki náđ tökum á eđa er einfaldlega hluti af stefnu hennar:
- Atvinnuleysi er enn í hćstu hćđum og ekkert bendir til ţess ađ ţađ minnki umtalsvert á nćstunni.
- Atvinnuleysi er einnig fariđ ađ verđa varanlegt hjá stórum hópum en ekki einungis tímabundiđ
- Fólk hefur flúiđ land. Viđ erum ađ missa fólk úr mikilvćgum stéttum til útlanda. Ţađ hefur óbćtanlegt tjón í för međ sér.
- Um 20 ţúsund störf hafa tapast.
- Aukin hćtta er á ađ námsmenn sem halda utan sjái sér ekki hag í ađ flytjast heim og taka ţátt í ţví ađ efla ţjóđfélagiđ til framtíđar
- Kaupmáttur hefur rýrnađ stórlega. Kaupmáttur ráđstöfunartekna fólks hefur falliđ um tugi prósenta.
- Vextir fara hćkkandi, m.a. vegna rangrar ákvörđunar Seđlabankans um ađ hćkka vexti. Var ţađ til ađ slá á ţenslu? Hvađa ţenslu?
- Verđbólga er tekin ađ vaxa á ný. Ekki verđbólga vegna athafna eđa ţenslu heldur verđbólga vegna skorts á fjárfestingum og hagvexti.
- Fjárfestingar í landinu á síđasta ári voru í sögulegu lágmarki í 70 ár.
- Hagvöxt hefur vantađ. Vonir stóđu til ađ međ réttum ákvörđunum mćtti koma hagvexti hratt í 4-5%. En vegna seinagangs og viljaleysis stefnir í allt of lítinn hagvöxt, e.t.v. einungis 1-2% á ári sem gerir lítiđ til ađ vinna á óleystum vandamálum. Án öflugs hagvaxtar stefnir hér í áframhaldandi stöđnun og stöđnunarverđbólgu.
- Allt of hćgt gengur ađ rétta viđ erfiđa skuldastöđu fólks og fyrirtćkja. Enn eru ţúsundir fyrirtćkja án úrlausna á ţví sviđi og tugir ţúsunda heimila.
- Íslendingar búa enn viđ gjaldeyrishöft. Hvernig ćtla menn ađ losna viđ ţau og setja íslensku krónuna í forgrunn ađ nýju? Eru einhverjar líkur á ţví ađ ţađ takist á nćstunni?
- Gjaldeyrishöftin draga mikinn mátt úr hagkerfinu. Ţau valda ţví einnig ađ mikilvćgir mćlikvarđar eru villandi. Gengiđ er rangt skráđ vegna gjaldeyrishaftanna og verđbólgan er raunverulega meiri.
- Ţrátt fyrir ítrekađa samninga viđ ríkisvaldiđ um ađ ryđja úr vegi hindrunum vegna hagvaxtarskapandi framkvćmda á sviđi orkunýtingar, stóriđju, annars iđnađar og samgangna gengur hvorki né rekur. Mikilvćg mál frestast og eru tafin aftur og aftur. Stöđugleikasáttmáli var gerđur fyrir tveimur árum sem tók á helstu ţáttum. Fćst gekk eftir og ekkert af ţví sem mestu varđađi um hagvöxt.
- Ríkisstjórnin hefur valiđ tímann eftir efnahagshruniđ til ađ fara í stríđ um stefnu í sjávarútvegsmálum til framtíđar. Vegna ţess er ríkjandi skađleg óvissa í sjávarútvegi og forsendur ţar til framkvćmda, fjárfestinga og ákvarđana eru brostnar í bili. Einmitt ţegar ţjóđin ţarf hvađ mest á öflugri framţróun í greininni ađ halda.
- Landsmenn eru ađ sligast undan skattpíningarstefnu ríkisstjórnarinnar. Skattar eru komnir í hćstu hćđir, jafnt beinir og óbeinir skattar. Og enn er hótađ frekari skattahćkkunum.
- Hin grimma skattastefna dregur máttinn úr atvinnulífinu, fjárfestar hika og erlendir fjárfestar eru hrćddir viđ ţann óstöđugleika sem hringl í skattastefnu veldur. Einn og einn ofurhugi lćtur samt ekki hugfallast. Almenningur kvartar sáran undan skattpíningunni.
- Er Icesave ekki enn í uppnámi?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.