Engar ástæðulausar ábendingar?
25.8.2011 | 12:12
Athygli vekur að Vinnumálastofnun segist hafa sparað um 150 milljónir króna á einu ári vegna rannsókna ssem settar voru í gang í kjölvar ábendinga um bótasvik. Þessar ábendingar munu allar hafa komið vegna kæruhnapps sem settur var upp á heimasíðu stofnunarinnar.
Aðferðin er að mati Persónuverndar ólögleg.
Athygli vekur að Vinnumálastofnun er ekki spurð um þær ábendingar sem komið hafi í gegnum áðurnefndan hnapp og ekki hafa reynst grunnur fyrir rannsókn eða ákæru.
Þögnin um þetta er einstaklega hávær. Hún getur þó stafað af því að ástæðulausar ábendingar eru ekki til - eða hvað?
Vitað er að margir eru afar fljótir til og dæma samborgara sínamiskunarlaus, eru jafnvel til í að fullnægja dómnum samstundis. Lítum til dæmis á athugasemdadálka fjölmargra bloggara eða fréttasíðna fjölmiðla. Þar vantar aldeilis ekki ákærurna. Og svo snöggir eru margir að taka undir með safaríkri frétt að jafnvel þó hún reynist röng standa ákærendurnir fast við sinn keip.
Gaman væri því að vita hvort vefsíða Vinnumálastofnunar sé laus við dómstóla götunnar.
Spara 150 milljónir með hnappi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já þú segir það Sigurður, mig langar að vita hvort þetta séu 150 milljóna-króna sparnaður sem eftir stendur þegar búið er að draga frá allan þann kostnað sem það hefur kostað að finna glæpafyrirtækin sem er að stela undan skatti...
Hefur mér fundist þessi þáttur skipta Ríkisstjórnina meira máli en að skapa vinnu og er það miður...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 25.8.2011 kl. 13:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.