Blönk og ráðlaus í baktjaldamakki

Ríkisstjórnin er blönk eins og ríkissjóður. Hún kann ekki að afla fjár, aðeins eyða. Hún hefur ekkert getað sýnt í hagstjórn, hefur haldið í horfinu rétt eins og hefði verið verkefni allra sem að stjórn landsins hefðu komið.

Nú er Útlendingastofnun að sligast fjárhagslega en innanríkisráðherra segir einungis að ríkissjóður sé tómur.

Munum eftir annarri stofnun, Bankasýslu ríkisins. Forstjóri hennar sagði af sér en sagði í ársskýrslu stofnunarinnar:

Þá hefði gætt þeirrar tilhneigingar að aðrar leikreglur ættu að gilda um Landsbankann en aðra banka, en hann er í meirihlutaeigu ríkisins. Dæmi um þetta væri frumvarp til upplýsingalaga og þá stöðu að laun bankastjóra Landsbankans eru ákvörðuð af kjararáði. Ljóst sé að laun bankastjóra Landsbankans standist ekki samanburð og sé það óviðunandi.

Þriðja stofnunin er Byggðastofnun. Nú þykist iðnaðarráðherra bera ein ábyrgð á henni og skipar í stjórnina án samráðs við aðra stjórnmálaflokka og raunar án þess að láta nokkurn mann vita. Ástæðan er einföld. Fyrirkomulag við skipun stjórnar samrýmdist ekki reglum ESB en yfirstandandi eru nú aðlögunarferli stjórnsýslunnar að skipulaginu í Bussel. 

Er þetta ekki lýsandi fyrir ríkisstjórnina. Blankheit, ráðleysi og baktjaldamakk.


mbl.is Útlendingastofnun að sligast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Hjartanlega sammála þér.  

Fjárveitingum er líka beint í alröng verkefni.   Það er með ólíkindum eftir það bankahrun sem hér varð, að vera að svelta Bankasýslu ríkisins, sem er einmitt mikilvæg stofnum í endurreisnarferlinu og gera má ráð fyrir að muni ekki þurfa að starfa mjög lengi.  En sökum þessa fjársveltis þá er pukrast með mál eins málefni sparisjóðanna utan við stofnunina og illa staðið að öðrum málum.

Sé málið hins vegar að þjóna Brussel og skríða fyrir ESB þá er umsvifalaust farið í baktjaldamakk og reddingar.

Jón Óskarsson, 25.8.2011 kl. 14:38

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já og svo þykir Ríkisstjórninni allt í lagi að hvert ráðuneytið á fætur öðru fari framúr sínum fjárveitingum...

Það er orðin þvílíkur hroki í þessu fólki að það er orðið sjálfu sér til skammar og finnst mér það miður.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.8.2011 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband