Ekki heilsusamlegt að slá höfðinu við steininn
18.8.2011 | 10:18
Skrifaði í gær pistil um Morgunblaðsgrein eftir Pétur J. Eiríksson en hann vill að við göngum í ESB. Hefði alveg getað sleppt því þar sem maðurinn hefur aldeilis fengið útpælda gagnrýni frá tveimur ágætum andstæðingum ESB aðildar, Birni Bjarnasyni og Tómasi Inga Olrich.
Í morgun birtist grein eftir Tómas Inga í Morgunblaðinu þar sem hann rökræðir vegna geinar Péturs. Greinin er góð og nokkuð kómísk. Niðurlag hennar er á þessa leið:
Allt frá því á 6. áratug liðinnar aldar hefur nákvæmlega þetta mál [þ.e. miðstýrð efnahagsstjórn ESB, innskot SS] verið heitt umræðuefni innan samstarfsaðila Evrópusamvinnunnar, á mismunandi þróunarstigum hennar. Þegar þeim mikilvæga áfanga var náð í samræmingarviðleitni Evrópusambandsins, að innleiddur var sameiginlegur gjaldmiðill, var strax bent á að það væri verulegur meinbugur á evrusvæðinu að ekki væri þar sameiginleg efnahagsstjórn. Eru til um þetta undirstöðuatriði miklar bókmenntir. Engum dylst að hér er um mikilvæga ákvörðun að ræða af hálfu kanslara Þýskalands og forseta Frakklands. Nema Pétri Eiríkssyni. Þeir sem segja að vilji til að auka aga í ríkisfjármálum evruríkjanna feli í sér aukna miðstýringu sambandsins eru annað hvort illa lesnir eða vilja ekki vita betur, segir Pétur Eiríksson hagfræðingur.
Hægt er að slá höfðinu við steininn. Það er yfirleitt ekki heilsusamlegt. Og gildir þá einu hvort höfuðið er hagfræðimenntað eða ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.