Skattahækkanir velferðarstjórnarinnar

Í gær skrifaði ég um aumingjaskap ríkisstjórnar norrænnar velferðar sem hreykir sér af því að hafa sýnt aðhald í fjármálum og skorið niður rekstur. Það hefur fjármálaráðherrann til vitnis um eigið ágæti rétt eins öðrum hefði ekki dottið í hug þessi aðferð til að draga úr útgjöldum.

Hins vegar hefur ríkisstjórnin ekki miðað nokkurn skapaðan hlut í tekjuöflun sinni. Hún hefur að vísu haldið sjó, en ekki aukið tekjur ríkissjóðs. Hvers vegna? Jú, einstaklingar og fyrirtæki í landinu eru sköttuð til hins ítrasta. Ekki er nokkurt svigrúm fyrir nein til að auka við veltuna í þjóðfélaginu eða verðmætasköpunar.

Og hverjir eru þá þessir skattar velferðarstjórnarinnar?. Listinn er langur. Hann birtist í Mogganum 11. ágúst og í dag birti fréttavefurinn AMX hann í einföldu formi. Ég lagaði hann aðeins til og svona lítur hann út.

Skattahækkanir:

  • Áfengisgjald á bjór 31,6%

  • Áfengisgjald á léttvín 31,6%

  • Áfengisgjald á sterkt áfengi 27,8%

  • Atvinnutryggingagjald 586%

  • Bensín, flutningsjöfnunargjald 11%

  • Bensíngjald (almennt) 229%

  • Bifreiðar, vörugjald 50%

  • Erfðafjárskattur 100%

  • Fjármagnstekjuskattur 100%

  • Gjald í ábyrgðasjóð launa 250%

  • Olíugjald 19%

  • Skattur af tilteknum fjármagnstekjum 33-100%
  • Tekjuskattur einstaklinga 13.8%

  • Tekjuskattur fyrirtækja 33%

  • Tekjuskattur sameignarfélaga 53%

  • Tóbaksgjald  35%

  • Tryggingagjald 62%

  • Útsvar 11%

  • Virðisaukaskattur 4%
 

Nýjir skattar:  

  • Arður til eigenda fyrirtækja, skattur 50%
  • Auðlegðarskattur 1.5%

  • Bankaskattur 0.08%

  • Bensín, skattur 3,8 kr/ltr

  • Brennsluolía, skattur 5,35 kr/ltr

  • Díselolía, skattur 4,35 kr/ltr

  • Flugvélaeldsneyti, skattur 4,1 kr/ltr

  • Gengisinnlánsreikningar, skattur 20%

  • Gistináttagjald 100 kr/nóttin

  • Hátekjuskattur 8%

  • Heitt vatn, orkuskattur 2%

  • Rafmagn, orkuskattur 0,12 kr

  • Vaxtagreiðslur, skattur 10%


Síðan er nú verið að reyna að upphugsa nýja skatta á einstaklinga og fyrirtæki. Rætt hefur verið um hækkun á virðisaukaskatti, tillögur hafa komið fram um skatta á útflutningstekjur fyrirtækja, rætt hefur verið um hækkun veiðigjalds og fleira og fleira. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband