Rökleysur Péturs J. Eiríkssonar um ESB

Međan Evrópa brennur eru ţeir til sem eiga sér enga ósk innilegri en ađ fá ađ komast inn í evrópsku hlýjuna. Einn ţeirra er Pétur J. Eiríksson, fyrrverandi framkvćmdastjóri hjá Icelandair.

Svo taktlaus er hann ađ vitna í upphafi greinar sinnar í Morgunblađinu í dag í grein eftir Tómas Inga Olrich, fyrrverandi sendiherrra og ráđherra sem sagđi í grein síđasta laugardag ađ „margvísleg og veigamikil rök fyrir ţví ađ Ísland eigi ađ gerast fullgildur ađili ađ Evrópusambandinu“. 

Sá sami Tómas Ingi segir hins vegar í grein í Morgunblađinu í dag:

Innan Evrópusambandsins ríkir stéttaskipting. Ţar eru ţjóđir settar á bás. Ţegar Ţjóđverjar hafa hátt, skjálfa hinir. Ţegar Pólverjar hafa hátt, segir forseti Frakklands ţeim ađ hafa lágt. Ţegar Frakkar kjósa rangt, hrynja stjórnarskrárdrög ESB. Ţegar Írar kjósa rangt, eru ţeir látnir kjósa aftur. 

Rök Péturs eru hin undarlegustu og varla bođleg. Hann heldur til dćmis ţví fram ađ íslenskur landbúnađur sé í „kerfi stöđnunar sem lamar hann“ og vill losa hann úr ţví:

Ţeir sjá betra skjól fyrir hann í styrkjakerfi ESB, sem miđar ađ ţví ađ viđhalda byggđum í sveitum, en í framleiđslustyrkjum í anda Sovétríkjanna sem engu hafa skilađ nema niđurníđslu í sveitum, einokun og tómum hillum í verslunum. Hvađ vilja einangrunarsinnar gera?

Um ţetta álit Péturs er fátt ađ segja. Manni verđur einfaldlega orđfall. Er eitthvađ skjól í styrkjakerfi ESB. Hvađan hefur ţessi mađur upplýsingar sínar? Hversu merkilegur má málstađur Péturs vera ađ hann telji sig mega fara međ rangt mál honum til dýrđar.

Hvar er svo niđurníđsla í sveitum? Hvergi ţar sem ég hef komiđ, og hef ţó fariđ víđa um landiđ í sumar.

Hvar eru tómar hillur i verslunum? Fyrir alla muni, dćmin vantar. Ţćr einu tómu sem ég hef séđ eru ţćr sem veriđ er ađ ţrífa.

Pétur heldur ţví fram ađ matarverđ ţurfi ekki ađ vera hćrra á Íslandi en annars stađar og ţađ kann ađ vera rétt en kostnađur viđ innflutning er ţó umtalsverđur og ćtti Icelandair-mađurinn Pétur J. Eiríksson ađ vita ţađ. Flugfélagiđ hefur aldrei bođiđ ókeypis flutning og mun aldrei gera ţađ frekar en ađrir flutningsađilar.

Eiginlega er ekki hćgt ađ elta ólar viđ rökleysuna í málflutningi Péturs. Hver í ósköpunum leggur til dćmis trúnađ á eftirfarandi orđ hans:

Ţeir sem segja ađ vilji til ađ auka aga í ríkisfjármálum evruríkjanna feli í sér aukna miđstýringu sambandsins eru annađhvort illa lesnir eđa vilja ekki vita betur. 

Atburđir í Suđur Evrópur eru ekki beinlínis rök fyrir málflutningi Péturs. Né heldur ţađ ađ kanslari Ţýskalands og forseti Frakklands tóku í gćr ákvörđun um einfalda miđstýringu ESB í efnahagsmálum sem einfaldlega ţýđir ađ ađildarţjóđir afsala sér ţessum grunnţćtti í sjálfstćđi sínu. Fyrir ţá sem ekki vita ţýđir samvinna einfaldlega miđstýring á tungumáli Evrópusambandsins. Og í Morgunblađinu í morgun var einmitt ţessi frétt:

Angela Merkel kanslari Ţýskalands og Nicholas Sarkozy forseti Frakklands hvöttu til nánari samvinnu evruríkjanna í efnahags- og ríkisfjármálum á blađamannfundi sem haldinn var ađ loknum fundi ţeirra í dag. Merkel hvatti til ađ mynduđ yrđi e.k. efnahagsstjórn evrusvćđisins. 

 „Viđ stefnum ađ nánari efnahagslegum samruna evrusvćđisins,“ sagđi Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands.  

Möndulveldin Ţýskaland og Frakkland hafa komiđ sér saman um stefnu, ađrar ţjóđir hafa um ţađ ađ velja ađ samţykkja hana eđa samţykkja hana ekki. Verđi ţađ síđara uppi á tengingnum stendur ţeim til bođa ađ endurskođa ákvörđun sína ţangađ til ţćr eru orđnar sammála Ţjóđverjum og Frökkum.

 

Viđbót:

Mér hefur veriđ bent á ađ Pétur J. Eiríksson hafi fariđ rangt međ tilvitnun í nefnda grein Tómasar Inga Olrich. Pétur segir í sinni grein:

Eins og vinur minn, Tómas Ingi Olrich, bendir á í ágćtri grein hér í Morgunblađinu sl. laugardag eru margvísleg og veigamikil rök fyrir ţví ađ Ísland eigi ađ gerast fullgildur ađili ađ Evrópusambandinu. Hann nefnir ţar og hefur eftir ađildarsinnum mikilvćgi ţess ađ skipa okkur í sveit međ öđrum Evrópuţjóđum, hafa tćkifćri til ađ móta framtíđ Evrópu og eiga í nánu sambandi viđ ţćr ţjóđir sem búa viđ mest og best lýđrćđi, mannréttindi, velferđ, öryggi og hagsćld.

Tómas Ingi segir hins vegar í grein sinni og getur hver sem er séđ ađ síst af öllu er hann ađ mćra ađild ađ Evrópusambandinu:

“Ađild snýst fyrst og fremst um hvort viđ viljum skipa okkur í sveit međ öđrum Evrópuţjóđum og leggja okkar af mörkum til ađ skapa okkur öllum hagsćld og farsćld ... međ ađild ađ ESB fáum viđ stórkostlegt tćkifćri til ađ taka ţátt í ađ móta framtíđ Evrópu og um leiđ heimsins alls,” segir lögfrćđingur og stuđningsmađur “Já Ísland”. 

Ţađ er stórt nafn Hákot. Undirritađur er ekki trúađur á ađ án ađildar ađ ESB missi ţjóđin af stórkostlegu tćkifćri til ađ móta framtíđ Evrópu og heimsins alls. Ef Íslendingar eiga ađ hafa jákvćđ áhrif á ađrar ţjóđir, verđur ţađ einungis gert međ ţví ađ ţeir taki til heima hjá sér, áđur en ţeir fara ađ laga til hjá öđrum. Ţeir eiga nokkuđ langt í land međ ţá tiltekt. 

Ţađ er ekki heiđarlegt af Pétri ađ láta sem svo ađ Tómas Ingi styđi ađild ađ ESB, ađ er ađ minnsta kosti ekki vinargreiđi ...


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband