Mörður Árnason í slæmum málum
15.8.2011 | 18:53
Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur áhyggjur út af fylgishruni flokks síns og ríkisstjórnarinnar. Hann hefur enda slæman málstað að verja í báðum tilfellum.
Sem upplýstur maður ætti að vita að síðasti landsfundur Sjálfstæðisflokksins lýsti sig andsnúinn viðræðum við Evrópusamandsins og ályktaði að draga beri umsóknina til baka.
Þegar illa árar er alltaf hægt að breyta um vígstöðu, snúa umræðunni upp á andstæðinganna. Með þessu er reynt að villa um fyrir kjósendum svo þeir átti sig ekki á vonlausri stöðu ríkisstjórnar, Samfylkingar og VG.
Mörður veit að allir landsfundarfulltrúar eru í kjöri á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Enginn er beinlínis í framboði. Pétur Blöndal bauð sig til dæmis fram til varaformans daginn fyrir kjördag á síðasta landsfundi.
Vandamál Sjálfstæðisflokksins eru ekki næsti landsfundur. Vandamál flokksins er hin sömu og þjóðarinnar; atvinnumál, efnahagsmál, skattamál, rekstur ríkisins og margt margt fleira sem Samfylkingin og VG hafa klúðrað á síðustu tveimur árum. Vonandi á hvorugur þessara flokka aðild að næstu ríkisstjórn og að öllum líkindum verður Mörður ekki þingmaður eftir næstu kosningar.
Sakar Bjarna um að kaupa sér formannsstól | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.