Björn Valur Gíslason og ímyndarvandi VG

Pressan.is er skrýtinn fjölmiðill. Átta mig ekki alltaf á stefnu hans. Nú í dag birtist til dæmis örstutt „fréttaskýring“ á stöðu Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Ástæðan er víst sú að Bjarni hefur líst því yfir að hann vilji láta draga aðildarumsóknina að Evrópusambandinu til baka.

Og fyrir einhverja duttlunga ritstjórnarinnar er enginn annar en Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, kvaddur til að skýra stöðu Bjarna. Hann gerir það af lítilli þekkingu. 

Bjarni er eins og lauf í vindi í þessum flokki. Hann hefur líklegast opnað vefmiðlana og séð einhverja könnun og munað um leið eftir landsfundi. 

Í sjálfu sér er ekkert við þessum viðbrögðum Björns að segja. Þessi „einhver könnun“ sem hann nefnir er hvorki meira né minna en yfirgnæfandi andstaða þjðarinnar gegn ESB. Staðreyndin er líka sú, meðal annars vegna andstöðu Sjálfstæðisflokksins, að meirihluti þjóðarinnar vill ekki inn í ESB. Þetta veit Björn Valur og á í gríðarlegum vandræðum með stöðuna. Hann er  einn af þeim Vinstri grænu sem þvert á stefnu síns flokks vill halda til streitu aðildarumsókninni og á móti er meirihluti flokksmanna.

Staða Bjarna innan flokksins er mjög veik og hann hefur átt við ímyndarvanda að stríða. En mér finnst þetta kjánaleg pólitík, 

Eigi einhverjir við ímyndarvanda að stríða þá eru það Vinstri grænir og norræna velferðastjórnin þeirra. Væri ekki ráð að Björn Valur íhugaði ímyndarvanda síns eigin flokks í stað þess að ímynda sér vandamál annarra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband