Hvenćr er nauđungaruppbođ löglegt?
14.8.2011 | 22:03
Ríkisstjórninni hefur mistekist flest sem máli skiptir. Ég hef skrifađ gegn henni frá upphafi, hef ekki nokkra trú á ađ vinstri stjórn getiđ stjórnađ á landinu, almenningi til hagsbóta. Ţađ hefur komiđ á daginn. En ég er pólitískur en nú er svo komiđ ađ jafnvel hinir ópólitísku eru reiđir út í ríkisstjórnina og stuđningsmenn hennar fela sig.
Ein sú óvćgnasta og harđasta gagnrýni sem ríkisstjórnin kom í gćr frá Marínó G. Njálssyni, sem var í stjórn Hagsmunasamtaka heimilanna. Fyrir alla muni fylgist međ ţví sem ţessi ágćti mađur skrifar.
Á afskaplega málefnalegan hátt hefur hann gagnrýnt ríkisstjórnina. Ég leyfi mér hér ađ taka upp síđasta blogg Marínós (http://marinogn.blog.is) og birta hérna. Ég er fyllilega sammála honum. Ţarna fćr hin illrćmda ríkisstjórn Íslands verđskuldađan rasskell:
Mér ţykir leitt, en ég verđ ađ segja ţađ:
Viđ sögđum ađ ţetta myndi gerast.
Flumbrugangur stjórnvalda hefur gert ţađ ađ verkum, ađ ţúsundir heimila munu missa eignir sínar á nauđungarsölu og einstaklingarnir sjálfir fara í gjaldţrot. Vissulega eru tilfelli ţar sem ţetta hefđi veriđ niđurstađa, hvađ sem hefđi veriđ gert, en ađ ţúsundir á ţúsundir ofan skuli vera ađ horfa á eftir eignum sínum á nauđungarsölur, ţar sem stjórnvöld hafa neitađ ađ leiđrétta stökkbreytingu lána heimilanna (og fyrirtćkja) sem orsökuđust af svikum, lögbrotum, prettum og fjárglćfrum fjármálafyrirtćkja í undanfara hrunsins.
Í reynd er ţađ stćrsti glćpurinn sem hefur veriđ framinn, ađ líta á illa fengna hćkkun lána sem réttmćta eign lánadrottna. Meira ađ segja í Bandaríkjunum, ţar sem fjármagniđ stjórnar öllu, hafa menn áttađ sig á, ađ ţađ er óréttlátt ađ heimilin beri ţungann af fjárglćfrum fjármálafyrirtćkjanna. En hér á landi, ţá skjálfa Steingrímur J og Árni Páll eins og hríslur í vindi yfir mögulegum, já, mögulegum, málaferlum kröfuhafa.
Kröfuhafa sem eru margir hverjir ekki upprunalegir eigendur krafna á hrunbankana, heldur keyptu ţćr á skít á priki af tryggingafélaginu, sem greiddi upprunalegum eigendum út kröfu sína fyrir langa löngu.
Ţetta er sami Steingrímur sem hefur í gegn um tíđina lamiđ á hverri ríkisstjórninni á fćtur annarri fyrir linkind og rolugang. Hafa minnst 6 formenn Sjálfstćđisflokks, Samfylkingar og Framsóknarflokks fengiđ ađ heyra reiđilestur Steingríms, en nú kemur í ljós ađ hver er sér nćstur. Mesta rolan af öllu reynist Steingrímur sjálfur. Honum finnst hiđ besta mál ađ fórna almenningi í landinu svo ótilgreindir kröfuhafar banki nú ekki hugsanlega upp á hjá honum og stefni honum mögulega fyrir dóm.
Svo er ekki úr vegi ađ geta eins manns sem leggur orđ í belg á athugasemdasíđunum hjá Marínó. Ţar spyr Guđmundur Ásgeirsson (Guđmundur bloggar á http://bofs.blog.is):
Hvenćr er nauđungaruppbođ löglegt? Ég ţori ađ veđja ađ engin ţessara 175 hafa veriđ ţađ!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ţađ var ágćt úttekt á ţessu máli í fréttaţćttinum "60 minutes", en einmitt sá ţáttur var sýndur á stöđ 2 nú í kvöld. Ţađ var virkilega fróđlegt ađ sjá.
Gunnar Heiđarsson, 14.8.2011 kl. 22:41
Hefđi veriđ gaman ađ sjá ţáttinn. Er ţví miđur nýhćttur međ Stöđ2, finnst hún ekki nógu góđ viđ mig og ađra neytendur.
S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 14.8.2011 kl. 22:58
Sćll Sigurđur, og takk fyrir ađ geta hér um skrif mín. Ég sit nú í stjórn Hagsmunasamtaka Heimilanna, sem er ein af ástćđum ţess ađ ég er ađ fjalla um ţetta og vil vekja athygli á ţví sem víđast.
Sjá fćrsluna mína: Hvenćr er nauđungaruppbođ löglegt? - bofs.blog.is
Guđmundur Ásgeirsson, 15.8.2011 kl. 15:25
Sá bloggiđ ţitt eftir ađ hafa sett mitt inn. Mjög áhugavert. Vćri gaman ađ vita hvernig stađiđ er ađ ţessum málum hér á landi.
Stend hiklaust međ Hagsmunasamtökunum. Vandinn hjá ykkur er framsetningin og áróđurinn. Mćttuđ gera betur í ţeim efnum.
S i g u r đ u r S i g u r đ a r s o n, 15.8.2011 kl. 15:28
Í greinini minni er ég einmitt ađ lýsa ţví hvernig ađ ţessum málum er stađiđ hér á landi. Ţađ bendir margt til ţess ađ flestar nauđungarsölur nýju bankanna séu ólöglegar, og einkarekin fyrirtćki úti í bć eru enn ađ stunda gertćki međ ólöglegum vörslusviptingum á bílum og tćkjum.
Ţakka stuđningin viđ HH. Ef ţú hefur hugmynd um hvernig viđ gćtum bćtt áróđurinn og framsetninguna vćru ţćr vel ţegnar.
Guđmundur Ásgeirsson, 15.8.2011 kl. 18:25
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.