Vinstri villa Lilju Mósesdóttur

Er einhverjum kunnugt um það, hver sé pólitískur munurinn á Steingrími J. Sigfússyni, fjarmálaráðherra, og Lilju Mósesdóttur, þingmanns? Þau eru að vísu enn í sama flokki, VG, en sú síðarnefnda fór með öðrum úr þingflokki VG og er nú utanflokka.

Svarið er einfalt. Hún er á móti ESB aðild, hann með. Svo einfalt er það.

Veit þá einhver hvað sameinar þessa tvo fjandvini, ef ég má kalla þau tvö þessu orði?

Allt annað í vinstri pólitík sameinar þau enda bæði gamaldags vinstri menn, GV. og slíkt samband slitnar aldrei á milli selluvina. Hagfræðimenntn Lilju er þarna ósköp léttvæg.

Þetta kom alveg skýrt fram í þættinum Sprengissandur á Bygljunni í gærmorgun, sunnudag. Þar heldur þessi hagfræðimenntaði þingmaður því fram að hægt sé að leggja 10% skatt á útflutningsfyrirtækin til að ná inn 80 milljörðum króna í ríkissjóð, „án þess að útflutningsfyrirtæki, eins og sjávarútvegsfyrirtæki finndu mikið fyrir því“. Þetta er að minnsta kosti orðalagið eins og það kemur fram í visir.is í gærkvöldi.

Fyrir það fyrsta, mér er bara spurn, trúir því einhver að skattur upp á 10% af andvirði útflutnings komi ekki við eigendur hans?

Í öðru lagi, trúir einhver annar en gallharður sósíalisti eins og Lilja og Streingrímur, að hægt sé að tutla skatta endalaust út úr fyrirtækjum landsins?

Ég held að flest fyrirtæki séu eins og landsmenn allir einfaldlega komin í skattalegt þrot. Á þau verði ekki ekki meira lagt. Þessi hugmynd Lilju er einfaldlega vinstri villa eins og hún gerist verst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Það virðist hægt að fá hvaða niðurstöðu sem er út úr excel.

Hún er ekkert að pæla í fólki sem vill stofna útflutningsfyrirtæki í stöðunni eins og hún er í dag.  Þetta fólk er ekki að fá einhvern hrunhagnað.

Marxískir hagfræðingar eins og hún gleyma því að heimurinn er lifandi og dýnamískur en ekki dauðar tölur í excel skjali.

Lúðvík Júlíusson, 8.8.2011 kl. 08:29

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Rétt hjá þér, Lúðvík. Áhugavert að velta því fyrir sér hvar gjaldeyrissköpunin verður til hér á landi. Með því að framleiða innanlands það sem ella þyrfti að að flytja inn og útflutningur. Þetta á nú að ofurskatta ... Skil ekki svona.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 8.8.2011 kl. 08:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband