Endalaus vandræði Iceland Express

Skýringar upplýsingafulltrúa Iceland Express eru ekki bjóðandi. Hann kemur seint og um síðir með einhverjar sögur um fyrirtæki sem þjónustar IE, kemur ábyrgðinni yfir á það, atyrðir svo starfsmann þess og smyr ofan á með sögusögnum um ástæður fyrir gerðum hans.

Þannig á ekki að vinna. Ábyrgð á mistökum er alfarið IE og fyrirtækið á fyrst og fremst að biðja þá tvo ferðamenn sem í hlut eiga afsökunar og ítreka þá afsökun opinberlega. Það dugar ekki að segja sem svo að fyrirtækinu þyki „leiðinlegt“ að þetta hafi gerst.

Upplýsingafulltrúi IE fellur í þá gryfju sem bæði forstjóri fyrirtækisins og fyrri upplýsingafulltrúar hafa lent í að kenna öðrum um og rekja einhverjar skýringar sem fría fyrirtækið ábyrgð.

Viðskiptavinurinn skiptir við IE og engan annan. Grundvallaratriðið er að fyrirtækið viðurkenni sök ef ásakanir eiga við rök að styðjast. Síðan má taka á verktökum og koma í veg fyrir að mistökin endurtaki sig. Þannig á að vinna en ekki fálma eitthvað út í loftið í þeirri von að fólk gleymi því að viðskiptin voru eingögnu við Iceland Express.

Sagan um vandræði Iceland Express virðast vera endalaus og ofan á allt annað virðist engin þekking eða kunnátta í almannatengslum. Til að gera langa sögu stutta felast almannatengsl ekki í reddingum og bulli. Þau byggjast á fyrirfram ákveðnum aðgerðum til að koma í veg fyrir að aðstæður verði að vandamálum.


mbl.is Asa starfsmanns um að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Skýring fjölmiðlafulltrúa IE er alveg í lagi og heiðarleg. Hann hefði alveg getað farið aðra leið og þar að auki kom það strax fram að búið er að bæta aðilunum þetta tjón, eins og hægt er að bæta svona upp.

Það er reyndar erfitt að fólk aftur í viðskipti sem lendir í svona hremmingum, en allir lenda einhverntíma í einhverju slíku og þessu hjá félögum um allan heim, en við heyrum minnst af því.

Búið er að setja á 50-100 flugfélög á válista til handa farþegum að varast viðskipti við þau en ég held að IE eigi langt í land með að fara á hann.

Okkur hættir við í fámenninu og fákeppninni að fara í samanburð við "hitt" flugfélagið og þá er fjandinn laus á blogginu.

Best er að anda með nefinu og heyra alla söguna áður en dómar falla.

Már Elíson, 5.8.2011 kl. 14:54

2 Smámynd: Birgir Örn Guðjónsson

Ætli þú Már værir ekki aðeins hastari í garð IE, ef þetta hefði verið 14 ára dóttir þín !

Ef þetta væri einsdæmi þá væri almúgurinn og "bloggið" ekki svona dómhart. En því miður þá hefur IE alls ekki staðið sig í einu né neinu þegar koma upp vandræði.

Einsog margir hafa bent á er það alltaf einhverjum öðrum að kenna.

Birgir Örn Guðjónsson, 5.8.2011 kl. 15:27

3 Smámynd: Már Elíson

1. Jú

2. Rétt

3. Líka rétt

Már Elíson, 5.8.2011 kl. 15:53

4 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

eitt er víst; foráðamenn bera enga ábyrgð

Kristján Sigurður Kristjánsson, 5.8.2011 kl. 22:53

5 Smámynd: Björn Geir Leifsson

Blessaður Siggi.

IE kalla sig lággjalda flugfélag en eru í raun hvorugt. Þeir eru í raun ferðaskrifstofa sem selur þjónustu flugrekstraraðila og gjaldskráin er nú varla í takt við alvöru lággjaldaflugfélög.

Þeir hafa nánast enga eigin þjónustu, kaupa hana af öðrum sem hafa engra hagsmuna að gæta svo ef þú ert strand einhvers staðar þá eru það ekki starfsmenn IE sem sinna þér og þeim er ekki annt um orðstí fyrirtækisins. Maður fær það sem maður borgar fyrir og það er ekki þess virði í þessu tilviki.

Mér, sem flýg minnst tvær ferðir í mánuði til útlanda dettur ekki í hug að nota IE, hef ekki efni á því.

Björn Geir Leifsson, 6.8.2011 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband