Alltaf slæmar fréttir af Iceland Express

Af hverju eru alltaf slæmar fréttir af Iceland Express? Eiginlega eru aldrei góðar fréttir af þessu annars ágæta flugfélagi. Ég get þó bætt því við eftir að hafa flogið tvisvar í sumar með því að þjónustan var afskaplega góð, tafir litlar, og aðbúnaður hinn besti um borð.

Ég er bara eins og hver annar þegar kemur að fréttum. Sérstaklega hafa slæmar fréttir áhrif á neytendur. Þær berast með ógnarhraða meðal neytenda. Fjölmargir hugsa sig tvisvar um áður en þeir ákveða að ferðast með fyrirtæki sem hefur svona slæman orðstí.

Hvað skyldu þeir hafa verið margir upplýsingafulltrúar hjá IE síðustu árin? Þeim er sparkað eftir stuttan starfstíma og forstjórinn kemur rjóður fram í fjölmiðlum afsakar sig og reynir að skýra málin. Honum ferst eflaust margt betur en að koma fram í fjölmiðlum. Og nú segir Mogginn að hann hafi ekki verið viðlátinn við vinnslu fréttarinnar né heldur nýji talsmaðurinn.

Matti, þetta gengur ekki lengur. Hvenær ætlar fyrirtækið að taka á almannatengslum sínum af fagmennsku?


mbl.is Fjórtán ára stúlka skilin eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Már Elíson

Þetta er rétt, og orðið ansi hvimleitt.

Mér finnst, þrátt fyrir að félagið misstígi sig oft tímalega séð, þá séu fréttir af IE nánast í eineltisformi. Ég hef persónulega lent, og nánast undantekningalaust, í seinkunum hjá þeim heima og erlendis, en þegar maður er á ferðalagi getur hins vegar allt komið upp og er jafnvel hægt að fyrirgefa.

Hinsvegar hvað snýr að þjónustu um borð, mat og úrval (áður en skipt var um þann aðila), svo ekki sé talað um frábæra áhöfn, hef ég aldrei haft nema gott um það að segja. Finnst mér IE standa algerlega jafnfætis mörgum heimsþekktum lággjaldaflugfélögum (Ryan air, Bravo, EasyJet o.fl.) sem ég hef flogið með.

Mér finnst eins og það sé verið að koma IE úr umferð. Þetta stöðuga einelti í fréttaformi, eins og t.d. turisti.is sem er sérstaklega í því að færa eins slæmar fréttir og hægt er (jafnvel leita sérstaklega að þeim) af félaginu en hælir Icelandair jafnmikið á móti, og ber fyrir sig að vera síða túrista.

Alrangt - og þessi síða fellur um mörg þrep hjá mér a.m.k. fyrir augljóst einelti á IE.

Hins vegar verða IE að fara að girða sig í brók að mörgu leyti eins og kemur fram í þessum neikvæðu fréttum til að sporna við þessu, og þar er um kenna fálæti í stjórn og fjölmiðlafulltrúa þeirra. Það er ekki hægt að líða svona greinilegt einelti, en það er alfarið í höndum þeirra sem stjórna félagaginu og bera ábyrgð, að sporna við þessu og hreinlega bæta sig.

Ég vil síður missa þetta félag af markaðnum, þetta eina aðhald við augljósum einokunartilburðum Icelandair (í skjóli ríkisvaldsins), sem getur gengið í sjóði ríkisins þegar það þarf.

Már Elíson, 5.8.2011 kl. 09:09

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þakka fyrir góða og málefnalega athugasemd, Már. Fyrirtækið stendur sig illa í almannatengslum hvað sem öðru líður.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 5.8.2011 kl. 09:14

3 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Enda gerir maður sér far um núorðið að ferðast ekki með þeim, a m k ekki ef tímamörk ferðarinnar eru mikilvæg fyrir mann, varðandi tengiflug o fl

Marta B Helgadóttir, 5.8.2011 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband