1% borgarstjóri í gleðigöngu
5.8.2011 | 07:57
Fólk er auðvitað hætt að taka eftir því að í Reykjavík er borgarstjóri nema þegar einhverjar hátíðir, borðaklippingar eða veislur eru í vændum. Þá skyndilega sprettur Gnarrinn upp og segir nú get ég og kann.
Hvar var maðurinn þegar rætt var um efnahagsvanda borgarinnar? Hvar faldi hann sig þegar upp komast að meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar braut landslög og skilaði ekki rekstraráætlun næstu ára? Hvar var maðurinn að hugsa þegar yfirmenn leikskóla og grunnskóla fengu uppsagnarbréf?
Sá sem leitaði eftir þægilegri innivinnu hefur verið í felum nema á tyllidögum. Hann kann ekki til verka, skilur ekki rekstur og hefur enga hugmynd um starfsemi borgarinnar nema það sem hann hefur lært frá síðustu kosningum. Hann hefur ekki einu sinni þá sómatilfinningu að segja af sér. Þó er gerð sú krafa til starfsmanna ríkis og sveitarfélag sem og almennra fyrirtækja að fólk sem ekki ræður við stjórnunarstörf er látið hætta eða fært til í starfi.
Sagt er að Jón Gnarr hafi verið færður til i starfi og skrifstofustjóri borgarinnar hafi verið starfandi borgarstjóri í þeim málum sem sá kjörni hefur ekki þekkingu á. Gnarri sinnir því tæpu 1% af starfi borgarstjóra - og gerir það skammlaust, svona oftast.
Borgarstjóri endurtekur leikinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.