Bullið í honum Jóni Baldvini Hannibalssyni

Jón Baldvin Hannibalsson heitir gaur sem eitt sinn var utanríkisráðherra og var frægur að endemum. Hann var í þætti Jóns Orms Halldórssonar og Ævars Kjartanssonar í Ríkisútvarpinu eftir hádegi á fimmtudeginum 4. ágúst.

Þar fékk sá gamli strigakjaftur að leika lausum hala. Hann gat átölulaust skammast út í alla og alla og sett fram lygilegar kenningar sínar um íslenskt þjóðfélag og borið fjölda fólks lavarlegum ávirðingum. Allir eru vondir og spilltir nema maðurinn sem á sínum tíma var frægur fylliraftur í utanríkisráðuneytinu. Aldrei á þeim tíma gat hann komið nokkru í framkvæmd sem hann bullar um í dag.

Hann er líkastur manninum sem fékk á sig svo þá lýsingu að „hann vissi allt best eftir á“. Eiginlega er það ekki svo því Jón veit ekki, hann giskar á, puðrar út í loftið og oftar en ekki lýgur hann blákalt. En vissulega er sá afar sennilegur í málflutningi sínum eins og þeir gjarnan eru sem blanda saman sannleika og lygi eins og þaulæfðir skítkokkar.

Get ég fengið tíma í þættinum „Landið sem rís“ og rætt pólitískar skoðanir mínar, sett fram kenningarnar mínar um ástæður hrunsins og spjallað svona um daginn og veginn við minn gamla kunningja Jón Orm og félaga hans Ævar? Aldrei nokkrun tíman átöldu þeir Jón fyrir framsetningu hans eða skoðanir heldur alltaf átu þeir upp það sem kallinn sagði og samsinntu honum. Hvers konar þáttur er þetta eiginlega?

Vilji svo til að þeir lesi þennan pistil þá óska ég hér með eftir tækifæri til að fá að koma fram í þættinum, þó ekki sé nema til að leiðrétta bullið í Jóni Baldvini Hannibalssyni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir með þér, ég heyrði svona aðeins af þættinum í vinnunni og hafði einmitt orð á því við vinnufélaga minn afhverju mannleysan gerði ekkert þegar hann var sjálfur i stjórn. Hann sagði líka að Jóhanna væri að hreinsa upp eftir fyrri stjórn en hann minntist ekkert á að Hún var í þeirri stjórn sjálf og hennar flokkur hafði umsjón með ráðuneyti bankamála.

Þvílíkur bullustampur sem maðurinn er, manni verður bara illt á því að hlusta á hann.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 16:36

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Já, Rafn, ég heyrði þetta með Jóhönnu og undraðist mjög. Svo þurfti hann endilega að kasta óhróðri að Ingibjörgu Sólrúnu. Undarlegt hversu illmælgir kratar hafa alltaf verið um formenn sína.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.8.2011 kl. 16:49

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Ég var á leið út í dag, þegar Jón Baldvin var með sannleiks-opinberunina í ríkisútvarpinu, og missti þar með af leiðarljósinu okkar þennan daginn.

Jón Baldvin er með því marki brenndur, að þekkja ekki neyðina nóg á eigin skinni, til að geta tjáð sig um lausnir á neyðinni, og það gildir um okkur öll á einn og annan veg.

Ég held að Jón Baldvin vilji og meini vel, en það vantar inneign á hans reikningi í reynslubankanum, eins og hjá okkur flestum, á svo mörgum sviðum.

Við þurfum víst að bæta hvor önnur upp með jákvæðum rökræðum og æðrulausu umburðarlyndi og síðast en ekki síst velmeinandi athugasemdum?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.8.2011 kl. 17:40

4 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta hélt ég einu sinni. En mér leiðist fólk sem fer með ósannindi og er með sleggjudóma. Jón Baldvin er ekki sá maður sem hann var meðan hann var í stjórnmálum. Nú virðist hann bitur, óánægður með lífsstarfið og allir eru vondir, ómögulegir, spilltir og glæpamenn. Svona tala ekki vel meinandi menn.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 4.8.2011 kl. 18:27

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Hjartanlega sammála.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.8.2011 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband