Hvíta koffortið og óráðsía Evrópubandalagsins

Ein áhugaverðasta greinin í Morgunblaðinu í morgun, fimmtudag, er sú eftir Guðmund Kjartansson, hagfræðing. Greinin nefnist „Hvíta koffortið í Brussel“ og í henni fjallar hann um nokkur atriði sem lítt hefur verið haldið á lofti um ESB. Margt af því er sláandi. fyrir alla muni lsesið greinina sem er á blaðsíðu 20.

Í henni er meðal annars eftirfarandi:.

ESB-þingið og 4-5.000 starfsmenn taka pjönkur sínar og flytja til Strassborgar mánaðarlega, fjóra daga í senn. Verð á hótelherbergjum í borginni tvöfaldast þessa daga. Árlegur kostnaður hleypur á hundruðum milljóna evra. Á meðan þingmennirnir, sem eru með um 100.000 evrur í laun á ári, fyrir utan aukasporslur, eru staddir í þinghúsinu – bíða flotar af lúxusdrossíum eftir að flytja hina hæstvirtu allt mögulegt. Þar með talið í prívat verslunarferðir. Sýningin sem er haldin í kjallara þinghússins jafnast á við hina árlegu bílasýningu í Genf. 

Grein Guðmundar byggist á ferð bresks blaðamanns til Brussel og sá hafði óvart rekið sig í hvítt koffort hjá embættismanni. Þetta koffort er sérlega hannað til flutningana til Strassborgar:

Sagan af hvítu koffortunum er ekki búin. Koffortið sem blaðamaðurinn rak sig á er af endurbættri gerð í stað eldri sem ekki þótti henta nógu vel. Kostnaðurinn við að endurhanna hina nýju gerð var um 830.000 evrur. 

Hagkvæmnin er slík í rekstri þessa bákns að ESB þingið með þúsundum starfsmanna flytjast nokkra daga í mánuði til Strassborgar.

Guðmundur segir um bókhald og reikninga ESB:

Talað er um að hundruð milljarða evra séu týnd í bókhaldi ESB og reikningar þess hafa ekki verið lagðir fram endurskoðaðir í 16 ár.

Og kostnaðurinn við óráðsíu ESB er auðvitað greiddur úr sameiginlegum sjóðum hvers aðildarlands fyrir sig. 

Bretar borga 48 milljónir punda á dag til þess að Brussel geti sagt þeim hvernig útigrill þeir megi nota og hvað megi standa á umbúðum utan um matinn sem þeir borða. 

Breskir skattgreiðendur sitja nú uppi með heildarskuldastabba upp á 4,8 billjónir sterlingspunda. GBP 4.800.000.000.000 Geta þeir borgað?

Hér á hin gamla klisa ágætlega við: Þegar stórt er spurt verður sjaldnast mikið um svör.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband