Óskiljanlegur forstjóri og Bestiflokkur

Ótrúlegt er hversu borgarfulltrúar og embættismenn sem ráðnir eru af Bestaflokknum og meðreiðarliði þeirra úr svokallaðri Samfylkingu geta verið undarlegir í orðavali. Skilur einhver hvað forstjóri OR er að fara með þessum orðum:

Vel rekið fyrirtæki nýti vissulega hátæknilausnir, en það sé ekki sami hlutur. OR sé ekki fjárfestingarfélag í verkefnum erlendis, ekki háskóli, ráðgjafarstofa í verkfræði og jarðvísindum og ekki valdastofnun. Sagði hann að höfuðstöðvar Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1 „andi frá sér völdum“ og gæti allt eins verið húsnæði ráðherranefndarinnar í Brussel.

Gæti verið að tveir áðurnefndir stjórnmálaflokkar hafi misskilið verkefni Orkuveitunnar og forstjórinn sé núna að leiðétta stefnuna? Ef ekki þá er þetta óskiljanlegur orðavaðall.

Í morgun birtist á mbl.is yfirlýsing vegna hörmulegs gengis Bestaflokksins í skoðanakönnunum. Í henni segir:

„Þá verður að segjast að stundum líður Besta flokknum eins og foreldri sem var að fá unglinginn sinn heim eftir langa dvöl hjá ömmu og afa. Þótt amma og afi séu ágætis fólk hafa þau leyft unglingnum að ráða dálítið ferðinni og lítið verið um boð og bönn. Á eftir þannig dvöl tekur því við tímabil þar sem foreldrið þarf að setja skorður og taka óvinsælar ákvarðanir. En það er allt í lagi, enda veit ábyrgt foreldri að uppeldið snýst ekki bara um vinsældir.

Ekki er nú þessi skáldskapur skiljanlegri en sá frá forstjóra OR. Eiginlega er bara kominn tími til að venjulegt fólk taki við forystu borgarinnar, fólk sem tali skiljanlegt mál og láti efndir fylgja loforðum. Bestiflokkurinn er greinilega í einhvers konar vímu og þyrfti því að komast í meðferð annars staðar en hjá Reykjavíkurborg. Tilraunastarfsemi hans ætti að vera lokið og borgarfulltrúar flokksins að koma sér þangað aftur sem þeir voru fyrir síðustu kosningar.


mbl.is Húsið „andar frá sér völdum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Sigurður, lestu fréttina aftur og fagnaðu svo að fram er kominn maður sem segir sannleikann án þess að hugsa fyrst um hvernig það kemur sér fyrir einhvern stjórnmálaflokk. Hann er fyrst og fremst að segja það sem þarf að segja og skeytir ekki um þó honum verði legið á hálsi fyrir skort á stórhug.

  1. Stórhugur er það sem menn sýndu af sér þegar þessi hryllingur sem kallaður er Höfustöðvar Orkuveitunnar var byggður.
  2. Stóruhugar er það þegar menn ætluðu að leggja undir sig allar orkuframkvæmdir í jarðvarma í heiminum.
  3. Stórhugur er það þegar menn taka afgjöld af almenningsveitum og fara að spila stóra karla í útlöndum. 

Þó svo Bjarni Bjarnason hafi verið ráðinn til starfa af "röngum" stjórnmálaflokkum, þá hefur hann, þvert ofan í skilning þinn, hitt naglann á höfuðið!

Orkuveitan á að útvega Reykvíkingum og nærsveitungum heitt og kalt vatn og rafmagn. Punktur! Hún átti aldrei að verða og hættir vonandi að vera sandkassi fyrir Excel-vædda verkfræðinga og viðskiptafræðinga

Flosi Kristjánsson, 23.6.2011 kl. 15:58

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Er fyllilega sammála þessari upptalningu. Hins vegar er það voðalegt ef kalla þarf á túlk í hvert skipti sem forstjóri Orkuveitunnar tekur til máls. Sé hann skynsamur maður ætti ekki að vera erfitt að kenna honum mannamál.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.6.2011 kl. 16:36

3 Smámynd: Landfari

Sigurður, það ert þú sem gerir textann torskiljanlegan með því að slíta það sem sagt er úr samhengi. Ef þú tekur með setninguna á undan er textinn auðskiljanlegur.

"Orkuveitan sé ekki hátæknifyrirtæki. Vel rekið fyrirtæki nýti vissulega hátæknilausnir, en það sé ekki sami hlutur. OR sé ekki fjárfestingarfélag í verkefnum erlendis, ekki háskóli, ráðgjafarstofa í verkfræði og jarðvísindum og ekki valdastofnun. "

Það er með ólíkindum að það skyldi hafa verið hægt að koma þessu gróðafyrirtæki á hausinn svona fyrir allra augum.

Landfari, 23.6.2011 kl. 17:38

4 Smámynd: Arnór Baldvinsson

Sæll Sigurður,

Ég er nú svona sæmilega slarkfær í íslensku og ég sé nú ekkert sérstaklega torskilið í þessari tilvitnun, annað en að það vantar það sem hann var að segja áður en tilvitnun hefst.  Það er nú bara eins og blaðamennskan á mbl.is er þessa dagana, það vantar annað hvert orð í fréttirnar og það sem stendur eftir er allt bjagað því þeir virðast ekki kunna að keyra púkann á því sem þeir skrifa, hvað þá að það sé eitthvað sem heitir prófarkalestur.  Fannst það frábært þegar var frétt um að ágætur bílstjóri hefði mokað rollu og lömbum upp úr snjó og að ærinni heilsaðist vel;)   

Mér hefur sýnst að þetta fyrirtæki hafi verið rekið undanfarinn áratug eða svo af mönnum sem hafa ekki haft mikið vit á fyrirtækjarekstri, nema ef ruglið á Íslandi er talið vit á fyrirtækjarekstri. 

Kveðja,

Arnór Baldvinsson, 23.6.2011 kl. 21:47

5 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Góð athugasemd, Arnór. Ég er kannski illa að mér í tungumálinu en þessi tilvitnun um að sem OR er ekki finnst mér afskaplega illa valin. Rétt eins og Flosi segir þá er verkefni fyrirtækisins að útvega viðskiptavinum sínum heit vatn og kalt og að auki rafmagn. Þetta get ég jafnvel orðað skammlaust. Er það þá svo mikið mál fyrir forstjórann? Fyrirtækið er í þessum rekstri en allur annar rekstur ætti að vera því óviðkomandi. Af hverju þurfa menn að vera með málalengingar?

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.6.2011 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband