Stórir og litlir verktakar horfnir
23.6.2011 | 06:44
Ögmundur Jónasson talaði um að stórir verktakar vildu fara í vegaframkvæmdir utan ríkisreiknings. Það er einfaldlega rangt hjá honum því það eru engir stórir verktakar til lengur, segir Árni og bendir á að stærstu fyrirtækin eins og Ístak og ÍAV einbeiti sér nú að nýjum verkefnum erlendis, eins og við jarðgangagerð í Noregi. Þeir verktakar fari utan sem eigi kost á því.
Þetta eru sláandi upplýsingar en þó er ekki öll sagan sögð. Fyrir það fyrsta kemur það eflaust flestum á óvart að stóru verktakarnir eru ekki til lengur. Þeir eru farnir.
En hvað með þá litlu, einstaklinganna með einföld tæki, ekki aðeins í mannvirkjagerð heldur þessa verktaka sem eru víðast tilbúnir til að sinna öllum þeim verkefnum sem gefast; iðnaðarmenn eins og rafvirkja, málara og húsasmiði, einstaklinga með sendibíla eða stærri flutningstæki, gröfumennina sem ýmist ryðja snjó af götum og bílastæðum eða sinna öðrum vekrefnum þegar jörð er auð ... Þeir eru líklega flestir farnir, þó ekki á atvinnuleysisskrá heldur hafa þeir lent milli stafs og hurðar í langan tíma áður en þeir komast á þá skrá, komist þeir þangað einhvern tímann.
Þetta er fólkið sem ríkisstjórnin hefur gleymt, fólkið sem Vinnumálastofnun veit ekkert um.
Og þá er komið að því viðurnefni sem ríkisstjórnin tók sér í upphafi, norræn velferðarstjórn. Hún stendur ekki undir því nafni, hafi það einhvern tímann haft einhverja meiningu. Þetta er ógæfusamlegt ríkisstjórn. Hún er í eðli sínu harmleikur, því þrátt fyrir góðan vilja þá hefur hún hvorki þekkingu né vilja til að takast á við vandamálin. Hún snérist strax í það að verða steinrunnin stofnun, búið til skattaáþján, atvinnuleysi og landflótta. Er þá aðeins fátt eitt upptalið af ógæfuverkum hennar.
Staða verktaka skelfileg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sá veldur miklu sem upphafinu veldur. Efnahagslífið var keyrt í hrun. Vendipúnkturinn varð í byrjun október 2008. Þessi ríkisstjórn hefu ekkert með það hrun að gera en verður að vinna myrkranna á milli við að byggja rústirnar upp. Gott að senda póst í Valhöll...
Sævar Helgason, 23.6.2011 kl. 09:02
Sævar, það er með ólíkindum hvað þið kommatittirnar og samspillingastrumparnir getið velt ykkur upp úr fortíðinni. Víst var mikil spilling meðal þeirra sem stjórnuðu hér áður og skulu þeir hafa skömm fyrir. Slíkt réttlætir þó ekki þá niðurrifsstarfsemi sem núverandi ríkisstjórn stundar. Við skulum ekki heldur gleyma því að þeir sem draga vagninn nú (eða þykjast gera það öllu heldur) tóku heldur betur þátt í sukkinu árin fyrir hrun. Slíkt skelfingarástand og framtíðarhorfur eru nú í landinu að unnið er á atvinnuleysinu með því að svæla fólk í burtu. Þá þarf ekki að fara mörgum orðum um hve ötullega núverandi stjórnvöld, velferðarstjórnin, hefur stutt við bakið á gæpaklíkunum (sem ganga undir heitinu fjármálafyrirtæki) við að murka lífið úr almenningi. Skjaldborg var sannanlega sleginn um fjárglæfrafyrirtækin af hinni norrænu velferðarstjórn. Hugsjónir núverandi stjórnvalda eru ekki til þess fallnar að kveikja áhuga nokkurra aðila til að stofna til atvinnureksturs (nema hugsanlega sé hægt að koma slíkum rekstri á ríkisjötuna). Það er örlítill blæbrigðamunur á að vera í vinnu þar sem reksturinn þarf að skapa nægan arð til að standa undir launagreiðslum eða að vera áskrifandi að laununum sínum sem greidd eru af síhækkandi álögum á hina.
Örn Gunnlaugsson, 23.6.2011 kl. 10:25
það er nú með óðlíkindum hvað bullið nær langt hér á blogginu,,,,,,,,,,
þessi Árni er annað hvort á lyfjum eða blind fullur,,,
Höfuðstöðvar Ístaks eru enn í mosfellsbæ og allt til als til að hefja framkvæmdir,
Og ístak slær ekki hendinni á móti verkefnum á Íslandi það er víst.
Sigurður Helgason, 23.6.2011 kl. 18:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.