Húsgögnin færð til í stofunni

Upplýst hefur verið að tjöruskúrinn og ristabrauðssneiðin að Laugavegi 4 og 6 hafi kostað einn milljarð. Þessi milljarður er í boði stærðfræðisnillingsins Dags B sem vegna kjarkleysis flutti hann á herðar borgarbúa. Rök hans fólust í að kostnaður við ákvörðunina hefði enginn orðið ef ríkið hefði tekið hann á sig. Þessa snilld í hugarreikningi opinberaði hann aftur á dögunum þegar hann hélt því fram að hagræðing í rekstri í tíð Sjálfstæðiflokksins, sem skilaði 1,5 milljarði króna, væri bara vaxtamunur. Jón Gnarr hefði ekki getað toppað þetta; slík er foráttuheimskan sem tröllríður gáfumannasamfélaginu.

Af mörgum góðum aðsendum greinum í Morgunblaðinu í dag er sú eftir Ragnhildi Kolka, lífeindafræðings, áberandi best. Skáletraði textinn hér fyrir ofan er úr greininni sem er á blaðsíðu 17.

Ragnhildur tuskar í stuttri grein borgarstjórnarmeirihutann sundur og saman, dregur af honum hrikalegt háð og tiltekur dæmi sem borgarfulltrúar hljóta að skammast sín fyrir.

Líta má á þessa grein sem grafskrift borgarstjórnarmeirihlutans í Reykjavík. Hann á sér ekki lengur viðreisnar von. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband