Ónýtanleg áskrift að Stöð2 er peningasóun
14.6.2011 | 10:03
Verðlagshækkanir eiga eftir að hrynja yfir þjóðfélagið. Ég sagði í morgun upp áskrift að Stöð2. Ástæðan var þó ekki væntanlegar hækkanir heldur fyrst og fremst afar léleg þjónusta.
Ég er að fara í sumarfrí og ætla ekki að nýta mér sjónvarp, raunar engar stöðvar næstu þrjár vikur. Barnsleg rödd á þjónustuveri Stöðvar2 fullyrti við mig að reglurnar leyfðu ekki að hægt sé að loka fyrir hluta tímabils áskriftar.
Á móti fullyrti ég að reglur mína leyfðu mér ekki að greiða fyrir áskrift sem ég nýti ekki. Og ég er þess fullviss að ég er ekki einn um slíkar reglur.
Hin barnslega rödd á þjónustuveri Stöðvar2 bauð mér þá að loka fyrir áskrift í júlí. Því hafnaði ég vegna þess að ég hef þá reglu að sú þjónusta sem ég kaupi sé nýtanleg á þeim tíma er ég óska. Og ég er þess fullviss að ég er ekki einn um slíkar reglur.
Samkvæmt þessu á ég ekki samleið með Stöð2 lengur. Því miður, hún er að mesti leiti þokkaleg. Hins vegar er það út í hött að hafa reglur sem gera notandann óánægðan.
Nú er staðan sú að ég er fjúkandi illur út í Stöð2 og frétta margir, beint og óbeint. Fyrir vikið má búast við því að mörg hundruð manns eða jafnvel fleiri fái neikvæðar fréttir af Stöð2.
Má hún við því? Fyrst hún hefur svona reglur hlýtur hún að þola það.
Við lesendur mína vil ég ítreka þetta: Ekki skipta við fyrirtæki sem hefur reglur er reynast slæmar fyrir fjárhag ykkar. Ónýtanleg áskrift er peningasóun.
Viðbót: Ástæðunni fyrir ofangreindri reglu Stöðvar2 var gaukað að mér. Hún er sú að Stöð2 græðir á henni, svo einfalt er það. Sjónvarpsstöðin veit að áskrifandinn er varnarlaus ætli hann að fá lokun sem gildir yfir mánaðamót. Áskrifandinn vill síður láta loka þegar hann getur nýtt sér áskriftina og hann er ekki heldur tilbúinn til að loka hluta af áskriftartíma og hluta af viðverutíma sínum. Þess vegna er skákað í því skjólinu að áskrifandinn vilji frekar halda áfram en hætta. Auðvitað eru til undantekningar eins og ég sem láta ekki vaða ofan í budduna án leyfis. Hins vegar er reglan ekki til komin af tæknilegum ástæðum, á það skal lögð áhersla.
Skriða hækkana vofir yfir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:34 | Facebook
Athugasemdir
Ég hélt að Stöð 2 væri hætt að senda út nema með stafrænum móttakara þar sem það er lítið mál að slökkva og kveikja á áskrift, eins og þú bendir á hér að ofan. Kannski eru þeir bara að tjalda til einnar nætur með svona framkomu og stirðleika.
Sumarliði Einar Daðason, 14.6.2011 kl. 13:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.