Við eigum enga vini, þurfum að standa á eigin fótum

Staða málsins er nú nákvæmlega sú sem þjóðin óskaði eftir. Hún hafnaði öllum Icesave samningum og knúði þá aumu norrænu velferðarstjórn með allar sínar skjaldborgir til að fara að sínum skipunum. Í sjálfu sér er það gott að Árni Páll Árnason og nafni hans skuli nú gera það sem rétt er. Betra hefði verið að það hefði gerst fyrr.

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur rétt fyrir sér. Málið er grafalvarlegt eftir niðurstöðu Eftirlitsstofnunar EFTA en við höfum sterkan málstað að velja. Á móti kemur sú staðreynd að við getum ekki treyst því að niðurstaða í dómsmáli sem höfðað verður gegn Íslendingum. Málstaður Evrópuríkja er einfaldlega sá að verði ríkisábyrgðin dæmd ógild myndi það hafa óheyrilegar afleiðingar fyrir fjármálastöðugleika í ESB.

Það er því mín spá að ESA mun leita allra ráða til að hafa áhrif á dómsniðurstöðurnar og skiptir þá engu hversu traust rök Íslendinga eru. Málið er því fyrirfram tapað.

Við Íslendingar eigum því miður enga vini í Evrópu, vinskapurinn dugar yfileitt ansi lítið í deilum milli þjóða Hvert ríki stendur með sínum sjónarmiðum gegn öllum öðrum. Þar af leiðandi á það að vera markmið Íslendinga að standa undir eigin rekstri og tilvist á eigin forsendum en ekki annarra.


mbl.is Órofa samstaða um málsvörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Reyndar er þetta þveröfugt. Ef það fengist fordæmisgefandi niðurstaða um að ríkisábyrgð skuli gilda, þá hefði það eftirfarandi afleiðingar:

1) Það myndi afhjúpast að allir þjóðhagsreikningar í Evrópusambandinu séu falskir, þar sem þeir gera ekki ráð fyrir skuldbindingu af þessu tagi.

2) Við leiðréttingu á bókhaldinu myndu tölur um þjóðarskuldbindingar snarhækka um tugi ef ekki hundruðir prósentustiga af þjóðarframleiðslu. (Í Bretlandi líklega yfir 100% af VLF svo dæmi sé tekið)

3) Þessi endurskoðun myndi leiða til víðtækrar og stórfelldrar lækkunar á lánshæfismati flestra Evrópuríkja.

4) Þau ríki sem þegar eru aðframkomin eins og Grikkland, Írland og Portúgal, færu lóðbeint á hausinn, og tækju meirihlutann af bankakerfum stöndugri ríkjanna niður með sér.

5) Fjármálamarkaðir myndu fara á límingunum svo ringulreiðin haustið 2008 yrði að minniháttar óþægindum í samanburði.

6) Loks yrði EES-samningurinn með þessu ógildur að íslenskum lögum, og Ísland yrði þannig einangrað fyrir áhrifum ESB-ríkisábyrgðar. Íslensk ríkisskuldabréf yrðu skyndilega mjög eftirsótt af fjárfestum.

Það er akkúrat engar líkur á að valdastéttin í Evrópu muni leyfa þessu að eiga sér stað, nema hún sé nú þegar búin að missa öll tök á atburðarásinni hvort sem er. Mig er reyndar farið að gruna það síðastnefnda.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2011 kl. 20:04

2 Smámynd: Skúli Víkingsson

Líklegasta niðurstaðan er sú að eftir þetta álit gerist ekki neitt í málinu, nema íslenzk stjórnvöld fari að krefjast þess að fá að borga. Eins og Guðmundur bendir á þá er engin niðurstaða úr dómsmáli hagstæð fyrir Evrópuríkin og þar af leiðandi ósennilegt að eftirlitsstofnunun fari út í málaferli.

Skúli Víkingsson, 11.6.2011 kl. 00:24

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Reyndar þykir mér afar merkilegt að ESA segir að við eigum einungis að borga helminginn eða 650 milljarða af 1.319.

Við ættum að sjálfsögðu að taka stofnunina á orðinu og gera nákvæmlega það.

Hinum helmingnum höldum við svo eftir fyrir greiðslu skaðabóta vegna skaðlegrar framkomu Breta og Hollendinga á alþjóðavettvangi.

Við erum ekki eina þjóðin í heiminum sem þessar tvær hafa níðst á, og það yrði vel séð af mörgum ef nýlenduveldin fengju einu sinni makleg málagjöld.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.6.2011 kl. 01:41

4 Smámynd: Björn Emilsson

Vel að orði komist Guðmundur. Islensk þjóð hefur hingað til varist þessum nýlenduveldum og mun gera það áfram.

Björn Emilsson, 11.6.2011 kl. 05:33

5 identicon

Guðmundur, þú ert á algerlega röngum meiði hér.  Það er engin tilviljun að Íslant lenti í sömu vandræðum og Svíþjóð lent í 1993.  Né heldur er það tilviljun að aðils að ESB skuli verða út úr vandræðunum, á Íslandi alveg eins og Svíþjóð 1993.  Það er heldur engin tilviljun, að þetta bankamál verði til þess að ræddar séu hugmyndir um að styrkja Central banka Evrópusambandsins.

Þeir sem standa að Evrópusambandinu, eru miklu slungnari en þú heldur.  Og þeir eru tilbúnir til að brjóta niður efnahag ríkjanna í sambandinu, til að koma á fót, styrktu miðstýrðu kerfi.  Og þú átt enga vini að sækja í Bandaríkjunum heldur.  Því bandaríkin standa einnig að baki þessa máls.

Að þessu loknu vil ég skýra það, að hugmynd að sameinaðri Evrópu er ekkert slæm ... en þegar þeir aðilar sem standa að henni, eru ekki með "Evrópu" sem aðal hjarta mál sitt, þá er það ekki mönnum í hag.

Ykkur er betra að standa fast kringum um eignirnar ykkar, og passa ykkur á því að sækja ekki vini ykkar til Rússlands, Kína, eða Bandaríkjanna. Með því að neyta Icesave, skutuð þið ykkur í tána.  Ekkert alvarlegt, en farið nú með gát svo þið skjótið ekki af ykkur fótin ... eða hausinn, í asnaskapnum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 11:30

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bjarne, samsæriskenningin sem þú ert að tala um á sér vissulega stoð í raunveruleikanum. Baráttan gegn ríkisábyrgð á IceSave er í raun og veru barátta gegn einum anga þessa samsæris og þar með skepnunni allri.

Það var einmitt með þetta í huga sem við börðumst fyrir neitun IceSave ríkisábyrgðar. Ég skil ekki hvers vegna þú vilt meina að með því höfum við skotið okkur í tána, þegar það sem við höfum í raun og veru gert og vildum gera, var að reka fleyg í hjartað á skrímslinu.

En fyrst þú virðist meðvitaður um hvað raunverulega er á ferðinni, hvers vegna kallarðu það asnaskap að berjast gegn því. Ég átta mig ekki á þessum misvísandi viðhorfum þínum, er ég kannski að misskilja þig?

Guðmundur Ásgeirsson, 12.6.2011 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband