Frábærar myndir
25.5.2011 | 13:55
Þetta eru frábærar myndir frá honum Kristjáni G. Kristjánssyni, framkvæmdastjóra Mountain Taxi. Loksins koma almennilegar myndir í fjölmiðlum af gosinu.
Af þeim má ráða að náttúruöflin hafa því sem næst malbikað Vatnajökul. Á einum stað virðist gjóskulagið vera upp undir hálfur metri á þykkt. Jepparnir hafa varla markað slóð í gjóskuna. Þetta er allt annað landslag en ég þekki. Þarna er allt með hreinum ólíkindum. Hvít og ósnortin víðáttan er orðin að dökkri eyðimörk, rétt eins og sandarnir sunnanlands. Munurinn er bara sá að ár og læki vantar.
Þannig var nú Eyjafjallajökull í fyrra, svartur og ljótur en í vetur hefur snjóað og hann er hvítur á ný þó ræfilslegur sé að norðanverðu. Varla er að búast við því að Vatnajökull ryðji af sér vikurbreiðunum, til þess er hann of sléttur. Þá má búast við því að í sumar verði hann ófær vegna drullupytta sem myndast áreiðanlega út um allar trissur.
Gosið er búið, sem betur fer. Hvernig hefði þjóðin höndlað sjö mánaða kraftmikið gos í Grímsvötnum? Býð ekki í það.
Keyrðum á kolsvörtum jökli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta voru klárlega hamfarir því að á svo stuttum tíma hefur gríðarlegt magn gosefna komið upp frá einni eldstöð!
Sigurður Haraldsson, 25.5.2011 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.