Er hlaupið komið hálfa leið undir jökli?

jar_skjalftakost_dagsins.png110524_jar_skja_kort_1086594.jpgAthygli leikmanns vaknar er hann sér merkingar um veika jarðskjálfta sunnan við Grímsfjall, ofan Skeiðarárjökuls.

Geta jarðskjálftamælar numið brotahreyfingu í jöklinum þar sem bræðsluvatn úr Grímsvötnum er að brjóta sér leið niður á láglendi?

Myndin til vinstri er af korti Veðurstofu Íslands um jarðskjálfta í og við Vatnajökul.  Hin myndin er frá því í gær og er fengið skjálftavefsjá Veðurstofunnar.

Á báðum myndum koma fram ummerki sem gætu verið af bræðsluvatni á leiðinni suður á bóginn. Samkvæmt því er hlaupið komið tæpa hálfa leið niður undir jöklinum en ugglaust eru fyrirstöður margar. Svo er það bara spurningin, er um nokkuð bærðsluvatn að ræða. Var ekki gosið svo öflugt að vatnið gufaði upp?

 


mbl.is Flugu yfir gosið í gærkvöldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband