Er ætlunin að hræða ferðamenn frá Íslandi?

Besti og virkasti blaðafulltrúi Íslands hefur þegar hafist handa við að kynna landið í kjölfar eldgossins. Um þetta verkefni forseta Íslands er ekki getið í stjórnarskrá eða lögum. Þar er getið um aðra aðila innan stjórnsýslunnar sem enn sitja auðum höndum.

Ástæaða er til að gagnrýna hvernig tekið er á eldgosinu og fjallað um þá á kynningarvefum hér á landi. Ritstjórn þeirra er verulega áfátt. Þar er alið á hættunni og enginn veit hvernig á að standa að kynningarmálum. Á iceland.is byrjaði tilkynningin í gær undir fyrirsögninni:

The Official Gateway to Iceland:

Volcano Report 

Volcanic activity in Grímsvötn has been steady today. The ash plume now reaches 5-7 km in the air.

og í fyrradag:

The eruption in Grímsvötn continues. The intensity of the eruption is less than when it reached its peak yesterday, but remains steady. The plume reached as high as 20 kilometers yesterday, but is now consistent around 10 km. Considerable ash has fallen in southern parts of Iceland, but ash has been detected in all parts of the country, outside of the North-Western part of Iceland. 

Svo er reynt að segja eitthvað um það sem nefnt er Save travell in Iceland:

The volcanic eruption in Grimsvötn Vatnajökull glacier is localized to a small part of the country. By and large, it is safe to travel in Iceland, and daily life continues unaffected. Roads have been closed in the vicinity of the active volcano area, including parts of Route 1 South, between the East coast and the West coast of Iceland. Ash is falling in an area south of the eruption, and people located there are advised to stay inside. There is no immediate threat to the general population. 

Þarna er beinlínis alið á hræðslunni og lesi einhver þetta sem ekki er þegar kominn til landsins mun hann óðar afpanta ferð sína. 

Hverig fylgja kort. Útlendur lesari gæti því sem best haldið að allt landið væri undirlagt. Það er ótrúlegt að stjórnvöld og þeir sem um ferðaþjónustuna véla skuli ekki hafa lágmarksþekkingu í kynnngarmálum.

Mestu skiptir auðvitað að sýna á korti hvar eldgosið er og greina vel frá fjarlægðum frá þeim landshlutum sem ekki eiga í nokkrum vanda vegna þess. Einnig á aldrei að byrja fréttir af eldgosinu á þann hátt sem gert er.

Gríðarlega miklu máli skiptir hvernig lesandinn er leiddur inn í fréttina. Engin tilraun er gerð til að segja frá stöðu mála í upphafi heldur er öskufréttu þeytt í andlit lesandans.

Og hvað er það sem skiptir mestu máli. Jú, á Íslandi getur allt eins og það á að gera. Að vísu gýs í Grímsvötnum en það hefur engin áhrf á líf og starf fólks í öðrum landshlutum.

Ef menn ætla ekki að tapa mörkuðum í ferðaþjónustu verður að vinna skipulega að frásögnum af lífinu á landinu, eldgosið er aðeins partur af tilverunni, ekki öll. Nóg er að útlendir fjölmiðlar geri vont að miklu verra ástandi. Í gær birti ég forsíður nokkurra evrópskra dagblaða og þar eru sláandi myndir af „ástandinu á Íslandi“. En hér er ekkert „ástand“ í líkingu við það sem einblínt er á í erlendum fjölmiðlum.

Ég sá fréttir á Sky fréttamiðlinum í gær og þar mátti á öllu skilja að landið væri undirlagt ösku. Að vísu komu af og til fréttaskýringar sem tóku af vafann en varla er við því að búast að allir þeir sem stilla inn á sjónvarpsútsendingar Sky hitti á slíkt eða átti sig fyllilega á stöðunni.

Allt þetta vekur hjá mér miklar áhyggjur og líkindi eru til þess að elgosið hafi veruleg áhrif á ferðaþjónustuna.


mbl.is Ekki sömu áhrif á flugumferð og í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er búinn að fljúga fimm ferðir vegna þessa goss, þar af tvær mælingaferðir sem sýna og sanna að auðveldlega má tryggja öruggt flug þessa dagana á Íslandi án þess að það trufli farþegaflug.

Ég greini frá þessu á bloggi mínu og fæ þær athugasemdir að orð mín og þeirra vísindamanna sem lengsta reynslu hafa af samspili flugs og öskufalls séu að engu hafandi, ég sé svo hættulega fífldjarfur flugmaður að banna hefði átt mér að fljúga fyrir löngu síðan! 

Meira sé að marka orð og athafnir fólks, sem margt hvert hefur aldrei komið nálægt eldgosi og afrekaði það í fyrra að loka fyrir allt flug á Íslandi dögum saman í hreinviðri en leyfa það síðan þegar mesta öskufall, öskumistur og svifryk sögunnar mældist í Reykjavík! 

Ómar Ragnarsson, 24.5.2011 kl. 08:55

2 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Dreg alls ekki úr því að það þurfi að fara varlega. Hins vegar er full ástæða til að hlusta á fólkið á vettvangi, fólk sem þekkir til aðstæðna. Grundvallaratriðið er að hlusta á rök, vega þau og meta. Minna máli skiptir hver talar og ávirðingar um að Ómar sé hættulegur flugmaður skipta engu í umræðunni. Rökum ber að svara með gagnrökum. Þannig gengur það fyrir sig í málefnalegri umræðu. Sama á við það sem um er rætt í þessum pistli. Taka ber tillit til gagnrýni sem sett er fram af vinsemd.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 24.5.2011 kl. 09:12

3 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þetta hlýtur að vera spurning um áhættumat. Sjálfsagt ætti ekki það sama að gilda fyrir stórar farþegaflugvélar og síðan smærri einkavélar. Mér skilst af nokkrum starfsfélögum mínum, verkfræðingum sem þekkja til, að askan geti annars vegar verið hættuleg fyrir túrbínur í stórum vélum og hins vegar byrgt sýn og truflað tæki sem ætlað er fyrir blindflug.

Eina spurningin hérna er hvort öryggissjónarmiðið sé réttmætari öðrum sjónarmiðum.

Hrannar Baldursson, 24.5.2011 kl. 12:25

4 Smámynd: Birgir Þorsteinn Jóakimsson

Það er búið að vera kort með staðsetningu gossins inn á www.iceland.is frá upphafi goss. Kom inn á vefinn sl. laugardagskvöld ásamt stuttri tilkynningu um gosið.

Birgir Þorsteinn Jóakimsson, 24.5.2011 kl. 12:53

5 identicon

Hrannar Baldursson, þetta er ekki öryggissjónarmið.  Þetta heitir móðursýki, einu orði sagt.

Í fyrra, þegar gosið var og mestu lætin voru.  Fóru herflugvélar á loft hér í Svíþjóð og í Þýskalandi, til að meta hvort þetta ský hefði þau árhif á þotuhreiflana sem um var talað. Niðurstaðan var sú, að flugvellir voru oppnaðir daginn eftir.

Ég get ekki nógu vel ítrekað þann hug, að mér þyki amarlegt að vita til þessa.  Menn gera sér augljóslega ekki grein fyrir þeirri gífurlegu pólitísku áhrifum og mikilvægi, sem verið er að spila úr sér nú.  Stutt frá fjármálalegu hruni á Íslandi, þar landið var beitt hryðjuverkalögum, og almennt séð sem óhæfir í fjármálum. Fylgt af móðursýkislegum frásögnum af hættum, og hræðslu almennings á Íslandi.

Reynið að setja hug ykkar inn í þetta dæmi á réttan hátt.  Ef þetta væru Færeyjar, sem hér væri um að ræða.  Hvað telduð þið að myndi gerast í kjölfar þessa ... landið sett undir eftirlit og forræði erlendra landa, til að tryggja líf og öryggi fólksins í landinu ... með öðrum orðum, sjálfforræði tekið af ykkur, ykkur sjálfum til bjargar.  Þið eruð ekki þar enn, en þið eruð að nálgast þann punkt, með hverju skrefi.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 16:25

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held bara að Isavia sé að baða sig í athyglinni af því að það er gott fyrir reksturinn að fá sem mesta athygli.  Þetta er kannski eitthvað sem ætti að setja spurningarmerki við þegar talað er um að einkavæða svona grunnþætti.

Athyglissýki með snert af peningagræðgi segi ég.  Það tapa allir nema þeir. Maður fær kjánahroll þegar þetta fólk fer að blása sig út og vera important. Þorpsfífl í lögreglubúningi, sér maður fyrir sér. 

Þeir hafa allt of mikil völd og það verður að vera eitthvað apparat til að second guess-a þetta lið.

Jón Steinar Ragnarsson, 24.5.2011 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband