Átaksverkefnið gekk ill vegna skipulagsleysis

Átaksverkefnið vegna Eyjafjallagossins tókst illa. Fáir voru ráðnir og eftirspurn var lítil. Þetta er staðreynd sem stjórnvöld hafa ekki enn viðurkennt, líklega af því að þau vilja vel, þau vilja sýnast og vera sennileg.

Ekki er nóg að vilja vel. Slakur árangur átaksverkefnisins í fyrra má fyrst og fremst kenna skipulagsleysi. Það gengur auðvitað ekki að senda einhverja reynslulausa borgarbúa inn í sveitir og ætlast til að þeir gangi í störf þar án verkstjórnar. Heimilisfólk hefur áreiðanlega nóg annað að gera en að taka fólk í læri.

Meiri ástæða er að skipuleggja átaksteymi. Safna saman flokkum fólks sem hafa fasta aðstöðu og taki að sér ákveðni verkefni og klári þau í krafti þekkingar og fjölda. Hæglega getur verið um að ræða verkefni sem varða bráðaviðhald á húsnæði, girðingavinnu, þrif osfrv. Umfram allt er það verkstjórnin sem skiptir mestu um árangur.

Mestu skiptir fyrir búskapinn að þau verkefni sem ráðist er í veri kláruð hratt og vel þannig að störfin geti fljótlega fallið í sama farveg og þau hafa gert. Síðan eiga þessir flokkar fólks að hverfa á braut.

Verst af öllu er eitthvert gauf. Margir vilja vel en hafa ekki nóga þekkingu eða kunnáttu til að standa sig og þá skiptir verkstjórn og skipulagnin miklu máli. 

 


mbl.is Átaksverkefni á öskuslóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband