Eldgosið á forsíðum erlendra dagblaða
23.5.2011 | 15:52
Dagblöðin í Evrópu birta mörg hver forsíðufréttir af eldgosinu í Grímsvötnum.
Ástæða er til að hræðast þessar fréttir. Til skamms tíma hafa þær slæm áhrif á ferðaþjónustuna í landinu.
Ferðamönnum mun óhjákvæmilega fækka dragist gosið á langinn. Ástæðan er sú að fólk hræðist almennt náttúruhamfarir.
Ég tók mig til og leitaði eftir fjölmiðlaumfjöllun um Grímsvatnagosið og hérna er árangurinn, níu forsíður.
Efst til vinstri er finnskt blað, Iltalehti. Næst eru það þýsk blöð.
Allt er þetta á einn eða annan hátt auglýsing fyrir Ísland, vekur athygli á okkur. Það er á vissan hátt ómetanlegt. Hitt er í augnablikinu verra að það skuli vera nokkuð neikvæð auglýsing.
Varla er við því að búast að fólk sé svo ævintýragjarnt að það vilji koma hingað þar sem eldfjall gýs og allt er við það að kaffærast í ösku.
Staðreyndin er einfaldlega sú að fólk áttar sig ekki alltaf á því sem er að gerast.
Í hugum margra þýðir eldgos einfaldlega stóra hættu.
Öll él styttir upp um síðir og vonandi hættir Grímsvatnagosið fyrr en síðar. Það sem eftir situr er að nafnið Ísland er kunnuglegt í hugum þeirra sem það hafa heyrt og ekki er víst að allir tengi það við ógn eða vá.
Auglýsingar og kynningar á landinu kunna að geta komið því til skila að landið er fagurt og frítt og gaman sé að heimsækja það í öllum veðrum.
Náði myndum af upphafi gossins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll hvað vilt þú þegar staðreindir tala aftur og aftur með stór öskugosum hjá okkur og gríðarlegri röskun á flugi og samgöngum þar sem askan er sem verst ásamt flóðahættu úr jöklum okkar!
Sigurður Haraldsson, 23.5.2011 kl. 15:58
Þetta er ekki gott fyrir ferðaþjónustuna.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.5.2011 kl. 16:07
Ég var að tala við vinkonu mína í Kína og hún hélt að allt landið væri á kafi í ösku. Hún hafði séð það í fréttunum.
Óli minn, 23.5.2011 kl. 16:11
Þetta sannar það ég segi í pistlinum, eldgos þýðir stórhætta. Já, og í Kína eru mörg dagblöð.
S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 23.5.2011 kl. 16:15
Það sem framundan er hjá okkur er ekki bjóðandi ferðamönnum því miður. En það hefur allt endi og þá veðum við að byggja okkur upp aftur.
Sigurður Haraldsson, 23.5.2011 kl. 16:25
Stærsta hættan er af íslendingum sjálfum, sem gera sig seka um kunnáttuleysi þegar í ljós kemur, hvernig haga á sér í skugga hamfara. Íslendingar líta út eins og hjálparvana fólk, sem reiðir sig á breta til segja sér hvað er að gerast í landinu.
Hugsið aðeins lengra fram í tíman, þegar almenn skoðun almennings í heiminum sé sú að Íslendingar séu kunnáttulausir einstaklingar í þessu storbrotna hamfararlandi ...
Það styttist óðfluga í að Ísland missir sjálfstæðið.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 23.5.2011 kl. 19:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.