Mila bregst

mila.jpg

Maður batt miklar vonir við Mílu en fyrirtækið hefur alls ekki staðið undir þeim. Á vefnum kemur fram að þeir séu með beinar útsendingar héðan og þaðan en fæstar þeirra virka.

Það er ekki gott PR segjast bjóða upp á þjónustu sem síðan reynist ekki fyrir hendi. Fyrirtækið þarf greinilega að vinna dálítið í innri málum sínum til að geta náð árangri út á við.

Beinar útsendingar eru engar nema frá Jökulsárlóni. Nú eru ekki lengur gefnar vonir um að hægt sé að sjá beinar útsendingar frá Hvannadalshnúk eða á tveimur stöðum af Grímsvatnagosinu. Að minnsta kosti var boðið upp á það í gær en ekkert streymi.

Meira að segja útsending frá Austurvelli liggur niðri. Míla á ekki að hafa þetta á vefsíðu sinni nema fyrirtækið geti staðið undir loforðunum. Nú bregst Míla sem stóð sig svo vel í gosinu á Eyjafjallajökli og Fimmvörðuhálsi.


mbl.is Útsending frá gosinu brást
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband