Ónákvæmni í fjölmiðlum
19.5.2011 | 07:47
Frétt Morgunblaðsins um kal í túnum er ítarleg og eftir því sem ég skil er hún góð. Í kvöldfréttum sjónvarpsins í gærkvöldi var rætt um það sama og fullyrt í inngangi að kal væri mjög mikið í túnum á Norðurlandi!
Ekki hef ég mikð vit á ræktunarmálum en hins vegar hef ég ekki séð mikið kal í túnum á ferðum mínum um Skagafjörð og Húnavatnssýslur.
Þetta leiðir hugann að landafræði fjölmargra fréttamanna. Margir þeirra eiga það til að alhæfa. Oftar en ekki er einhvað sagt vera algengt á öllu Norðurlandi þegar það er bundið við Akureyri eða Eyjafjörð.
Ég hef búið á nokkrum stöðum á landsbyggðinni og lært nóg í landafræði til að skilja að útilokað er að alhæfa um ástand í heilum landshluta. Til þess eru aðstæður svo afar mismunandi. Landslag hefur áhrif á veður og sól og blíða á einum stað þarf ekki að þýða hið sama á öðrum þó skammt sé á milli. Kal í túnum er mikið í Eyjafirði en lítið í Skagafirði.
Jæja, þetta er nú örugglega bölvaður sparðatíningur. Engu að síður verð ég stundum fúll vegna ónákvæmni í fjölmiðlum. Hún er alltof algeng.
90% túna á sumum bújörðum eru kalin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.11.2011 kl. 16:37 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.