Silkihúfurnar í opnunarhátíð Hörpu
18.5.2011 | 14:41
Stundum hefur ég verið svolítið hvass í pistlunum. Einhvern tímann kallaði ég hið virðulega tónlistarhús Hörpuna monthús. Ástæðan var einföld. Á meðan atvinnuleysi er svona mikið hér á landi og fjöldi fólks á í erfiðleikum með að ná endum saman eigum við ekki að eyða peningum í neitt nema í verðmætasköpun. Eitthvað sem skilar þjóðinni tekjum.
Hafi ég verið of hvass þá er ástæða til að biðjast velvirðingar á því ... en! Þá álpaðist ég inn á skemmtilegan vef, amx.is. Þar er fjallað um þá sem fengu boðsmiða á opnunarhátíð Hörpunnar og þá óx í mér blóðþrýstingurinn. Þarna var hver silkihúfa embættismannakerfisins og stjórnmálanna á fætur annarri en en almenningur, nei lítið um hann.
Á amx.is segir:
Smáfuglarnir sjá að Pressan birtir þá flokka sem boðsgestir á opnunarhátíð Hörpunnar raðast í en sú flokkun kom frá forsvarsmönnum Hörpunnar. Mun það vera ansi furðulegt svar við ósk um að sjá gestalistann en vafalaust mun Katrín Jakobsdóttir birta listann sem æðsti yfirmaður Hörpunnar. En smáfuglarnir fóru yfir flokkana og niðurstaðan var einföld. Af 33 flokkum sem Harpan gefur upp snérust 28 um fólk á framfæri skattgreiðenda en aðeins 5 um þá sem stunda eða reka atvinnu á frjálsum markaði.
Á opinberu framfæri
- Forseti Íslands
- Fyrrverandi forseti Íslands
- Fyrrverandi menntamálaráðherrar
- Menningamálaráðherrar norðurlandanna
- Ráðherrar
- Þingmenn
- Sendiherrar
- Ráðuneytisstjórar
- Skrifstofustjórar ráðuneyta
- Forstöðumenn
- Menningarráð - fulltrúar fjórðunga
- Bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu og höfuðstaðs hvers fjórðungs
- Borgarstjórn
- Ráðhúsið
- Fyrrverandi borgarstjórar
- Menningar- og ferðamálaráð
- Sviðstjórar Reykjavíkurborgar
- Forstöðumenn menningarstofnanna
- Borgarlistamenn - tónlistartengt
- Íslenska óperan
- Sinfóníuhljómsveit Íslands
- Tónlistarhátíðir
- Tónlistarútgáfur
- Heiðursverðlaunahafar
- Listamenn kvöldsins
- Forsvarsmenn erlendra tónlistarhúsa
- Verktakar og fjölmargir af þeim aðilum sem komið hafa að verkinu
- Starfsmenn, stjórnir og fyrrverandi stjórnir
Einkaaðilar
- Ferðaþjónustan
- Formenn tónlistarfagfélaga
- Innlendir fjölmiðlar
- Erlendir fjölmiðlar
- 27 fyrirtæki sem dregin voru út
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.