Seðlabankastjóri viðurkennir í raun þátt Davíðs og Geirs

Ánægjulegt er til þess að vita að nú sé viðurkennt að ríkisstjórn Geirs H. Haarde og Seðlabanki Íslands undir stjórn Davíðs Oddssonar hafi staðið rétt að málum haustið 2008 er bankakerfið hrundi.

Á þessum tíma sparaði þáverandi stjórnarandstaða ekki gagnrýnina á Davíð Oddsson fyrir ummæli hans í frægum Kastljósþætti. Maðurinn sagði þar það sem reyndist vera hið rétta. Þjóðin ætti ekki að ábyrgjast vanskilaskuldir óreiðumanna. Í tvígang síðan hefur þjóðin hafnað því að hún taki á sig þessar skuldir.

Þau ríki sem samþykktu að skattleggja almenning vegna skulda bankakerfisins standa nú mjög höllum fæti og líta án efa öfundaraugum til Íslands.

Það vekur hins vegar athygli manns hversu gerilsneydd yfirlýsing Seðlabankastjórans er. Aldrei nokkurn tímann mun hann eða þeir sem að ráðningu hans stóðu víkja einu orði að því fyrri Seðlabankastjórn hafi gert rétt og síst af öllu Davíð Oddsson. Már Guðmundsson talar eins og það hafi verið hrein og skær heppni að stjórnvöld samþykktu ekki ríkisábyrgð á skuldum bankanna við hrunið. Vinstri vængur stjórnmálanna fengi fyrr andnauð og líklega hjartastopp en að hann viðurkenndi staðreyndir málsins. Nei, seint fæst hann til að viðurkenna að sú aðferðafræði sem unnið var eftir frá haustinu 2008 hefur reynst vera farsæl fyrir þjóðina.


mbl.is Stórslys að veita ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Þessi heimild er ónýtt vegna þess að enginn vildi lána stjórnvöldum né Seðlabankanum.

Á meðan lánaði Seðlabankinn bönkunum fleiri hundruð milljarða veðlaust sem voru notaðir til að borga eigendum bankanna arð og laun.

Gjaldþrot Seðlabankans kostaði okkur 200 milljarða.

Ég ætla seint að þakka fyrir þær birðar.

Lúðvík Júlíusson, 16.5.2011 kl. 15:29

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Landsbankinn á nóga peninga. Seðlabankinn er bólginn af peningum. Leggið inn í Icesave eins mikið og þið mögulega getið elskurnar mínar. Við erum svo moldrík hér að okkur munar ekkert um að hlaupa undir bagga með...... os.frv." Þetta voru skilaboð Davíðs Oddssonar til Breta og Hollendinga. Hversu miklu hefði mátt forða ef maðurinn hefði verið með alveg fullum sönsum?

Árni Gunnarsson, 16.5.2011 kl. 17:31

3 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Hvað þar oft að segja fólki að Seðlabankinn var ekki gjaldþrota ,hvar kemur það fram ekki í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis.Ríkisstórn S+D ákvað að setja kröfur Seðlabankans yfir á gömlu bankana og innistæður í forgang þannig að greiðslur myndu ekki renna til Seðlabankans.Þannig hafði ríkisvaldið  fært bóhaldslega meir þunga yfir á Seðlabankann  og um leið hlíft ríkissjóði,svo einfalt er málið

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 16.5.2011 kl. 20:01

4 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Guðmundur, viðbragðsáætlanir vegna kerfishruns eru búnar að vera til í mörg ár.  Því hljóta menn í Seðlabankanum, og annars staðar, að hafa vitað í mörg ár að innistæður yrðu gerðar að forgangskröfum.

Þess vegna varð Seðlabankinn gjaldþrota.

Var þessi viðbragðsáætlun bara einhver "lygafantasía" í stjórnkerfinu þegar fjallað var um hana 2006?

Kannski.

Lúðvík Júlíusson, 16.5.2011 kl. 20:07

5 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Seðlabankinn var á árinu 2008 búinn að mynda hóp með á annan tug innlendra og erlendra  sérfræðinga sem voru ótengdir bönkunum.Og var með áætlun um það hvernig ætti að taka í megindráttum á hruni allra bankanna, sem virtust ætla  hrinja þá og þegar án þess að ríkisjórnin virtist átta sig á því

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 16.5.2011 kl. 20:43

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigurður, kannski Davíð já en samt varla og alls ekki Geir!

Planið um að senda tapið til kröfuhafanna er runnið undan ráðgjöfum JPMorgan sem voru að störfum í seðlabankanum fyrir Davíð Oddsson. Þeir hefðu viljað ganga enn lengra í því en gert var, en mættu hinsvegar pólitískri andstöðu frá hægrikrötunum í ríkisstjórn Geirs Haarde, sem voru allir meira og minna á spenum bankanna. Og með "hægrikratar" á ég í þessu samhengi ekki síður við tiltekna Sjálfstæðismenn heldur en Samfylkingarfólk.

Það er hinsvegar afar hæpið að eigna Davíð Oddssyni heiður af þessu plani þó það hafi verið smíðað fyrir hann í Seðlabankanum. Hann og Halldór Ásgrímsson eru nefninlega guðfeður þeirrar stefnu að breyta Íslandi í aflandsmiðstöð fyrir fjármálaviðskipti, sem leiddi til hrunsins.

Guðmundur Ásgeirsson, 16.5.2011 kl. 20:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband