Prentuð símaskrá heyrir fortíðinni til
14.5.2011 | 09:14
Hin prentaða símaskrá er ofmentasta ritverk hér á landi. Ég þekki ekki nokkurn mann sem notar hana lengur. Allflestir nota tölvu til að afla sér upplýsinga um símanúmer og heimilisföng.
Sannast sagna er vefsíða ja.is afskaplega þægileg til notkunar. Þar er þessi ágæti kortavefur sem Samsýn og Já hafa unnið í sameiningu. Heimilisföng blasa við á korti eða loftljósmynd.
Þeir sem eiga ekki kost á að nota tölvu eða kunna ekki á slíkt eiga að sjálfsögðu þann kost að geta hringt í 118 og fengið upplýsingar um símanúmer og jafnvel leiðbeiningar um að rata á réttan stað. Þar er starfandi afskaplega liðlegt og gott fólk. Einhver kann að benda á að símnotandinn þurfi að greiða fyrir þessa þjónustu og það er rétt. Hún er ekki ókeypis en það er símaskráin ekki heldur þó við getum fengið hana án endurgreiðslu. Ástæðan er sú að aðrir borga fyrir notkun okkar á símaskránni eða öllu heldur notkunarleysið
Netið til hefur gert hinað prentuðu símaskrána svo til úrelta. Hún er fortíðin rétt eins og önnur prentuð rit, eru á sömu leið og tónlist á geisladiskum. Skýrasta dæmið um haldleysi hinnar prentuðu símaskrá er þessi vitleysa að hægt sé að nota hana til líkamsræktaræfinga ... Rök geta varla verið lélegri.
Símaskráin nýtist sem 2 kg lóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.