Ríkisstjórnin stefnir í þjóðargjaldþrot

Af einfaldri skynsemi má draga þá ályktun af fáanlegum upplýsingum um hagkerfið að það eina sem getur bjargað því er aukin verðmætasköpun. Ekki þarf hagfræðing til að stafa þessa staðreynd ofan í fólk.

Norræna velferðarstjórnin hefur þvertekið fyrir þetta og af austrænum myndugleika kemur hún gjörsamlega í veg fyrir að fyrirtæki landsins geti aukið við rekstur sinn og bætt. Hún hefur líka lagt þungt lóð á vogarskálarnar með því að koma í veg fyrir innlenda sem erlenda fjárfestingu og loks er hún komin í alvarleg slagsmál við sjávarútveginn í landinu, mjólkurkúna sjálfa.

Hvernig ríkisstjórn hinna austrænu, úreltu gilda, ætlar að efla gjaldeyrisforðann er öllum hulin ráðgáta. Hún stefnir lóðbeint í þjóðargjaldþrot.


mbl.is Gæti orðið uppurinn eftir 3 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ekki gleyma því að það verður að verða aukin verðmætasköpun...N.B. ÁN ÞESS AÐ GENGIÐ STYRKIST!

Óskar Guðmundsson, 11.5.2011 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband