Meira vandamál en menn halda

Utanvegaakstur er miklu meira vandamál en menn halda og það víða um landið. Margir freistast til að aka í óspilltri náttúru. Bláfjöll eru hringekin að sumarlagi. Einhver lýður lætur sér ekki duga griðland fyrir vélhjól við Jósefsdal, heldur hefur myndað slóða í kringum Bláfjöll.

Sama er með Hengil. Þar leika vélhjólamenn sér í klettaklifri og akstri vestan undir fjallinu, allt í Marardal og út að veginum yfir Mosfellsheiði. Ekið er norðan við hengil, inn í Innstadal og raunar upp á sjálft fjallið.

Á Norðurland hef ég líka séð för eftir vélhjól og einnig fjórhjól. 

Eina ráðið gegn þessu fólki er að taka mynd af því, rétt eins og viðmælendur í þessari ágætu frétt Morgunblaðsins. Þessar myndir á svo að senda í fjölmiðla. Það er það eina sem svona fólk skilur. 


mbl.is Erfitt að eiga við akstur innan verndarsvæðisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband