Seðlabankinn þorir ekki að gagnrýna ríkisstjórnina
20.4.2011 | 10:30
Innflutningur hefur að sjálfsögðu mikla sérstöðu. Erlend fyrirtæki í útflutningi búa ekki við sömu vandamál og innlend fyrirtæki sem eru í vandræðum með fjármögnun rekstrarins, íslensku bankarnir eru hálflokaðir. Innflutningsaðilar eru margir komnir á framfæri bankanna, skuldirnar afskrifaðar og möguleikar til markaðsóknar allt aðrir en þeirra fyrirtækja sem enn dröslast með gengistryggðar skuldir.
Til viðbótar þessu eru innlendir aðilar í gríðarlegum vanda vegna skattlagningar. Markaðurinn er ábyggilega miklu erfiðari en áður, fólk heldur að sér höndum, verslun dregst saman sem og öll neysla. Böndin berast auðvitað að ríkisstjórninni sem gerir lítið til þess að örva neyslu. Hún kann ekkert nema gamaldags bannaðferðir. Þetta veit Seðlabankinn en ósjálfstæði hans er slíkt að hann ræðir ekkert aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar né heldur vogar hann sér að gagnrýna hana.
Vandamál þjóðarinnar er ríkisstjórnin, hún kemur í veg fyrir eðlilegan hagvöxt.
Bakslagið kom fyrr en Seðlabankinn bjóst við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.